Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðsambandabók

Stolið, stælt og skrumskælt:

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar
Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki
dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til
skógar
26. Mountain handsome = fjallmyndarlegur
27. Are you from you = Ertu frá þér
28. What s on the small fish? - Hvað er á seyði


Sprengidagur

0sprengidagSprengidagur er á þriðjudegi 7 vikum fyrir páska. Kjötát á sprengidegi á rætur í kaþólskum sið enda var þetta síðasta tækifærið að borða kjöt fyrir föstuna. Helsti veislukosturinn var lengstum hangikjöt þar sem salt var af skornum skammti. Frá síðari hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð almenn í dag.

 

Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa;
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.

Meiri fróðleik um sprengidag má lesa í bók Árna Björnssonar Saga daganna


Bloggfærslur 5. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband