Fjölmenning - fjörmenning!
20.2.2008 | 18:41
Þessi er alveg í anda fjölmenningarsamfélagsins sem er að verða til á Íslandi:
Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti. Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum.
Í fasta bílnum sitja tveir útlendingar en íslendingarnir kunna lítið í ensku en tekst að spyrja: Dú jú vant help? Útlendingarnir svara No no this is ok.
Íslendingarnir vilja samt ólmir hjálpa, gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú. Útlendingarnir: No no this is ok. Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú. Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn - í versta falli að ýta honum upp á vegkantinn aftur.
Útlendingarnir: What are you gonna do?
Íslendingarnir: First ví reip jú - Þen ví ít jú.
Spaugilegt | Breytt 21.2.2008 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki ...
20.2.2008 | 17:24

![]() |
Diaz ekki lengur á lausu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvernig er með birgðir??
20.2.2008 | 12:31
Yfirleitt hefur reyndin verið sú að þegar olía lækkar á mörkuðum eru allt í einu til svo ógurlega miklar birgðir eldsneytis í landinu að ekkert svigrúm er til lækkana. Nú hækkar eldsneyti á mörkuðum og íslensku olíufélögin dansa með, á hverjum degi í takt við hækkunina. Eru þá engar birgðir í landinu og nýjar sendingar að koma á hverjum degi, eða eru olíufélögin að borga af síðustu sendingum á hverjum degi á nývirði hvers dags? Ég bara spyr, því ég get engan veginn skilið þessar endalausu hækkanir hérna heima.
Og hvenær ætlar ríkisstjórnin að lækka álögur sínar á þessa nauðsynlegu dropa? Eða er kominn tími til að við tökum höndum saman og hættum að nota ökutækin okkar? Mér var að detta eitt í hug sem gæti reyndar valdið þeim sem það framkvæma ákveðnum vandræðum og útgjöldum. Það væri að keyra þangað til bíllinn verður eldsneytislaus og skilja hann bara eftir þar sem hann stendur. Þetta gæti hundvirkað ef nógu margir þora að taka þátt í þessu. En eins og ég sagði - þá getur þetta kostað vesen.
En kannski viljum við bara vera laus við vesen og láta allt yfir okkur ganga...
![]() |
Bensínverð aldrei verið jafnhátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rammfalskt...
20.2.2008 | 10:23
...samt skemmtilegt. Ég hef nú lúmskan grun um að þjóðarsálin, hvaða fyrirbæri það svosem er, sé búin að ákveða að þetta lag beri sigur úr býtum á laugardaginn kemur. Og ef ekki Hey hey hey þá gæti hugsanlega sjómannalag þeirrar Doktoranna, Spock og Gunna unnið. Þriðja lagið sem virðist vera í uppáhaldi er svo lagið með Júróbandinu. Þessi þrjú eru sennilega líka þau lög sem eru nógu skrýtin, eða nógu 21.aldar-eurovision-leg til að ná athygli þeirra sem greiða að lokum atkvæði í stóru keppnunum. Svo má auðvitað lengi deila um það hvort það séu betri lög í keppninni, sem eigi frekar skilið að hafa sigur. Það skiptir bara ekkert alltaf máli.
Næstkomandi föstudag 22.febrúar mun ég verða með Eurovision upphitun í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu. Þangað koma góðir gestir og spá í niðurstöðurnar á laugardaginn, við stiklum á stóru í þátttökusögu okkar Íslendinga sem hófst 1986 með Gleðibankanum, og síðar með lögum eins og Sókrates, Eitt lag enn, Nínu, Núna, Minn hinn hinsti dans, All out of luck, Congratulations og Valentine's lost. Við ætlum líka að spá í möguleika okkar í keppninni og ef tími vinnst til fá hlustendur að greiða atkvæði um hvaða lag þeir vilja sjá áfram fyrir Íslands hönd.
Megi sigurstranglegasta lagið vinna!
![]() |
Hey Hey Hey heillar útgáfurisann EMI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)