Mig vantar nýjan frakka

Mér finnst voða gaman að landi okkar Arnaldur sé orðinn svona vinsæll glæpasagnahöfundur út um víða veröld. Samt eru að mínu mati margir íslenskir glæpasagnahöfundar jafngóðir ef ekki betri en Arnaldur með fullri virðingu fyrir honum. Þar má nefna fólk eins og Yrsu Sigurðardóttur, Ævar Örn Jósepsson og Árna Þórarinsson. Stíll Arnaldar er miklu þurrari og tilþrifaminni en þessarra höfunda, en kannski er það þunglyndið í Erlendi sem fólki finnst svona heilandi. Ég veit það ekki. Sögur Arnaldar eru samt fín afþreying og ljómandi áhugaverðar oft.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
mbl.is Frakkar vilja Arnald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjur og skúrkar

0atticusÉg rakst á skemmtilegan lista á síðu Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar (AFI) yfir 100 mestu hetjur og 100 verstu skúrka (bandarísku) kvikmyndasögunnar. Ef við byrjum að líta á skúrkana vekur það athygli að af fimm verstu fúlmennunum eru tvær konur:

5.sæti - Ratched hjúkrunarkona úr Gaukshreiðrinu, sem Louise Fletcher lék. Myndin er frá 1975. Sennilega ein illkvittnasta hjúkrunarkona sögunnar.

4.sæti - Hin illa norn vestursins sem Margaret Hamilton túlkaði í Galdrakarlinum í Oz árið 1939.

3.sæti - Svarthöfði úr Stjörnustríðsbálkinum. David Prowse var í búningnum en James Earl Jones léði honum rödd sína. Ég held að allir muni þegar þeir sáu Svarthöfða fyrst, ekki beint árennilegur og illskan lak af honum.

2.sæti - Norman Bates úr Psycho eftir Hitchcock frá 1960. Anthony Perkins leikur brjálæðing sem geymir múmíu móður sinnar og fer stundum í hlutverk hennar til að slátra syndum spilltum ferðalöngum sem láta sér detta til hugar að gista á móteli fjölskyldunnar, Bates-mótelinu.

1.sæti - (Og kemur kannski ekki á óvart) Dr. Hannibal Lecter sem fyrst sást í túlkun Anthony Hopkins í Silence of the lambs árið 1991. Brian Cox hafði þó túlkað mannætuna í kvikmyndinni Manhunter, byggðri á bókinni Red Dragon árið 1986.

Og þá eru það hetjurnar:

5.sæti - Will Kane úr kvikmyndinni High Noon frá 1952. Gary Cooper leikur lögreglustjórann Kane sem lendir því á brúðkaupsdaginn sinn að þurfa einn og óstuddur að mæta versta óvini sínum.

4.sæti - Rick Blaine úr Casablanca, þarf að segja meira, þetta er einn af þeim svalari.

3.sæti - James Bond; á síðu AFI er Sean Connery nefndur sérstaklega en eins og við vitum eru þeir allnokkrir sem hafa túlkað ofurnjósnararann James Bond. Mér finnst Daniel Craig t.d. tiltölulega góður sem Bond þó svo ég hafi alist upp með Roger Moore Bondinum.

2.sæti - Indiana Jones. Við vitum öll hver hann er og hver leikur hann. Í fyrstu myndinni var Harrison Ford 39 ára en í myndinni sem frumsýnd verður í vor er það 66 ára Harrison sem þarf að sveifla svipunni. Spurning hvernig það virkar, maðurinn er náttúrulega erkitöffari sama hve mörg ár hann á að baki. Hann er samt 6 árum eldri núna en Sean Connery var þegar hann lék hálf ósjálfbjarga föður Indiana Jones í Síðustu krossferðinni árið 1989.

1.Sæti - (Þetta kann að koma einhverjum á óvart) Lögmaðurinn Atticus Finch, í fyrsta óskarsverðlaunahlutverki Gregory Peck í kvikmyndinni To kill a mockingbird. Atticus Finch tekur að sér það vanþakkláta verkefni að verja blökkumanninn Tom Robinson sem er ranglega sakaður um að hafa nauðgað hvítri konu. Myndin er byggð á metsölubók Harper Lee, og er eftir því ég best veit eina bókin sem hún skrifaði. Til gamans má geta þess að myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu næstkomandi sunnudagskvöld og er skylduáhorf allra kvikmyndaáhugamanna og raunar allra held ég barasta. Til enn meira gamans má nefna það að það voru nokkrar vísanir í To Kill a Mockingbird í myndinni Mr. Deeds sem sama stöð sýndi í gærkvöldi, föstudagskvöld. "Boo" Radley var nefndur og þegar persónan sem Wynona Ryder leikur mætti nágranna sínum og hundi hennar sagði hún:"Sæl frú Finch og Atticus" .

Svo má ekki gleyma því að Jodie Foster í hlutverki Clarice Sterling er sjötta mesta hetja kvikmyndasögunnar samkvæmt þessum lista. Það sýnir okkur að það þarf ekki mestu hetjuna til að takast á við versta skúrkinn.....

Bíó getur verið svo skemmtilegt.


Misjafnt hafast mennirnir að

0manuelaraminManuela Ramin-Osmundsen, ráð­herra barna- og jafnréttismála í Noregi, sagði af sér á fimmtudag, aðeins fjórum mánuðum eftir að hún tók við embættinu. Hún hafði gert þau mistök að skipa vinkonu sína, Idu Hjort Kraby, í embætti umboðsmanns barna. Engu breytti þótt Kraby hafi að flestra mati tvímælalaust verið hæfust allra umsækjenda í embættið.
Það sem úrslitum réði var að Ramin-Osmundsen hafði ekki skýrt frá fyrri kynnum þeirra opinberlega. Hún hafði heldur ekki upplýst Jens Stoltenberg forsætisráðherra um vinskap þeirra, sem staðið hefur í sextán ár.


Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband