Rödd Alþýðunnar talaði í morgun

Í Bloggþættinum á Útvarpi Sögu í morgun heyrðum við aðeins í henni Önnu Kareni Símonardóttur sem kallar sig Halkötlu. Hún bloggar um allskonar skrýtna hluti, eins og t.d. munasöfnun Kaþólsku kirkjunnar. Skemmtilegt spjall við Norðfirðinginn unga og knáa.

Á seinni klukkutímanum sátu þau Halla Rut og Gísli Freyr, bæði Moggabloggarar, hjá mér. Við töluðum um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu núna, eins og mál innflytjenda og REI málið ógurlega. Þau voru bæði mjög skelegg og skemmtileg og aldrei að vita nema ég plati þau í heimsókn aftur við tækifæri.

Ef þú ert bloggari sem vilt koma skoðunum þínum á framfæri í Rödd Alþýðunnar skaltu ekki hika við að hafa samband við mig.


Blessuð sé minning hans

0JawsFilmCoverÞeim fækkar óðum, hetjum æskuáranna. Það er samt gott að geta nálgast hetjutilburði þeirra á fremur einfaldan hátt, hvort sem er á netinu eða með hjálp annarrar tækni.

Hetjurnar lifa þó þær deyi.


mbl.is Roy Scheider látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband