Stressið í vinnunni getur verið yfirþyrmandi
1.2.2008 | 12:49
Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að Arnþrúður myndi ekki taka það í mál. Þá datt mér í hug að hugsanlega myndi hún leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Friðþæging - Mögnuð kvikmyndaupplifun
1.2.2008 | 09:17
Í gærkvöldi fékk ég tækifæri til að sjá hina stórkostlegu mynd Atonement, eða Friðþægingu. Henni er leikstýrt af Joe Wright og byggð á skáldsögu eftir Ian McEwans með sama nafni.
Án þess að ætla að ljóstra of miklu upp um söguþráð myndarinnar sýnir hún hvernig hæglega er hægt að rústa nokkrum mannslífium með því að bera á manneskju rangar sakir, hvort sem það er viljandi eða óviljandi. Eitthvað sem við bloggarar ættum kannski að muna stundum.
Atonement er gríðarlega sterk mynd, vel gerð og leikin enda tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Keira Knightley og James McAvoy eru feiknafín í hlutverkum sínum, en mér fannst frammistaða þeirra þriggja sem leika Briony Tallis, örlagavald sögunnar, algerlega stórkostleg, sérstaklega hinnar tólf ára gömlu Saoirse Ronan sem getur sagt heila sögu með augnaráðinu einu saman.
Ég get ekki annað en mælt með þessarri mynd, hún er hrein veisla fyrir augað. Mannleg og mögnuð mynd, stundum fyndin, stundum gríðarlega sorgleg en alltaf mjög raunveruleg og ótrúlega sláandi.