Þau eru svolítið eins og hjón - samt í hjúskap með öðrum
21.11.2008 | 17:21
Maður og kona sem höfðu aldrei hist áður, en voru bæði gift öðrum, höfðu verið bókuð í sama lestarklefann á ferðalagi.
Eftir frekar vandræðalega stund og óþægilegar mínútur yfir því að þurfa að deila klefa, voru þau bæði orðin mjög þreytt og sofnuðu.
Hann í efri koju og hún í neðri kojunni.
Um klukkan eitt um nóttina hallaði maðurinn sér yfir kojuna og vakti konuna blíðlega.
Pst...pst.... sagði hann.
Fyrirgefðu frú að ég sé að trufla þig en viltu vera svo væn að opna
skápinn fyrir mig og rétta mér annað teppi, mér er svo kalt.
Ég hef betri hugmynd, sagði hún.
Hvernig líst þér á að við látum eins og við séum gift - Bara í nótt ?
Jahá - það er frábær hugmynd svaraði hann.
Gott sagði hún: "Farðu þá og náðu í þitt andsk... teppi sjálfur"
Eftir augnabliksþögn rak hann við.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Óska eftir launalækkun |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)