Bóksali kveður þingsali

bjarniharðarson 

Ég hef alltaf kunnað vel við Bjarna Harðarson, sem manneskju og sem þingmann. Hann hefur virzt sannur maður, trúr eigin sannfæringu og hefur að mínu mati æ staðið vel fyrir sínu máli. Nú segir hann okkur að pólítízkt kapp hafi hlaupið sér í kinn, sem varð til þess að hann ákvað að vega að varaformanni Framsóknarflokksins, úr launsátri. Annað er því miður ekki hægt að kalla það sem gerðizt í gærkveldi. Bjarni kann að hafa sínar ástæður til að fara svona að, og auðvitað er það hans að útskýra það.  Mezta klúðrið var auðvitað að fleiri fengu skeytið en lagt var upp með í upphafi.

Það sem kemur upp í hugann þegar svona "slys" verða er hversu margvíslegt og mikið baktjaldamakk á sér stað í þingheimi og í öðrum valdastofnunum allt í kringum okkur. Mál sem við komumst aldrei á snoðir um, því fæstir eru jafn óheppnir og Bjarni Harðarson. Pukur og leynimakk virðist nefnilega vera alfa og omega þeirra sem völdin hafa. Hvað ætli sé til dæmis langt síðan Geir Haarde sagði okkur alveg satt?

Það hefur verið að renna upp ljós. Ljós sem kastað hefur verið á hvernig veröld valdanna gengur fyrir sig. Mig grunar að nú nálgist óðfluga sú stund að flestir gömlu íslenzku stjórnmálaflokkarnir liðist í sundur, hverfi jafnvel alveg, og til verði kraftmiklar hreyfingar fólksins í landinu. Fólks sem er löngu búið að gefast upp á því hvernig landinu er stjórnað með undirferli og bakstungum. Leyndarhjúpurinn er svo ægilega gamaldags.

En Bjarni Harðarson er maður að meiri vegna afsagnar sinnar. Nú er komið að öllum hinum, taki þeir til sín sem eiga.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband