Tvöföldun Suðurlandsvegar - Rödd alþýðunnar á Útvarpi Sögu

0suðurlandsvegurÍ þættinum var rætt um hvernig nýjum Suðurlandsvegi skyldi háttað.

Mörgum hefur verið þyrnir í augum bágt ástand Suðurlandsvegar og sú mikla slysahætta sem er þar. Ástandið batnaði nokkuð við gerð mislægu gatnamótanna að Þrengslavegi en sú staðreynd er enn uppi að vegurinn er að mestu leyti enn mjór sveitavegur, þrátt fyrir að þar oftast ekið mun hraðar en leyfilegt er annars staðar í veröldinni á slíkum vegum. Umferðarþungi er einnig mikill þar, einkum yfir sumartímann þegar stanslaus straumur er úr höfuðborginni í sveitasæluna fyrir austan fjall. 

Til að ræða þetta mál mætti G. Pétur Matthíasson upplýsingarfulltrúi vegagerðarinnar ásamt Vigni Arnarsyni bloggara úr Þorlákshöfn. Eftir því sem Pétur upplýsti hefur pólítísk ákvörðun þegar verið tekin og vinna komin af stað við hönnun og undirbúning 2+2 vegar.

Að sögn Péturs stendur ekki til að lýsa upp leiðina, því lýsing getur verið tvíbent sverð. Staurar, meira að segja þeir sem eiga að vera eftirgefanlegir eru ekki  hollir bifreiðum, auk þess sem við sumar aðstæður gæti lýsing truflað meira en hjálpað. Hið sama sagði hann um miklar skiltamerkingar við veginn. Aftur á móti er vegrið nauðsynlegt, og jafnvel skylda samkvæmt einhverjum alþjóðlegum stöðlum.

Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár kom aðeins inn í umræðuna og fagnaði því að undirbúningsvinna væri hafin við þessa miklu samgöngubót.

Tvisvar tvöfaldur Suðurlandsvegur  er greinilega mikil framkvæmd, sem kallar meðal annars á vel á annan tug mislægra gatnamóta á leiðinni frá Reykjavík til Selfoss.

Á næstunni mun verða tekið á fleiri málum sem vekja athygli og áhuga bloggara, því eins og gefur að skilja eru þeir þverskurður þjóðarinnar sem hlustar og talar á Útvarpi Sögu.


Færeyjar

Tekið af Wikipedia 

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema ein, en mjög fátt fólk er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þar eð norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var Grímur kamban.

Höfuðborg Færeyja er Þórshöfn á Straumey (Streymoy) með rúmlega 20 þúsund íbúa. Heildaríbúafjöldi eyjanna er tæplega 50.000 (árið 2004). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en þeir hafa haft eigin sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 32 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðibarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.

Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.


Tvenn mánaðarlaun...

Örlítið vitlaust reiknað í fréttinni. Ætli þetta hafi ekki frekar verið 17,6 milljónir króna sem eru nú ekki nema tæp tvenn mánaðarlaun söguhetjunnar í færslunni á undan.

 


mbl.is Hækkaði einkunnir gegn greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níu milljónir á mánuði...

0svarthofdiHa, nei ég var ekki að fá kauphækkun, skárra væri það nú. Ég heyrði bara í fréttunum áðan að Hreiðar Már hjá bankanum, held hann heiti KB núna, væri með þetta í laun. Þetta er örugglega bara fínt þó að margt fólk sem er ekki með eins mikla ábyrgð og mætir sennilega bara í vinnuna til að fá launin sín um hver mánaðamót sé þrjú ár eða jafnvel lengur að vinna sér inn mánaðarlaun forstjórans. En við megum ekki öfundast. Það er ljótt. Svona laun fær enginn nema hann vinni fyrir þeim, hann áorkar ábyggilega margfalt á við okkur, dauðlega fólkið; hver klukkustund hjá honum er á við 1000 hjá mér geri ég ráð fyrir. Það hlýtur bara að vera.

Kannski er þjóðsöngurinn um Hreiðar...

En eigum við kannski að reikna aðeins? Ef við gefum okkur að Hreiðar fái 65% launannana útborguð, gæti verið meira, gæti verið minna - ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. En keisarinn hlýtur að fá eitthvað frá honum líkt og mér og þér. Ef við reiknum útfrá níu milljónum sléttum standa því eftir fimmmilljóniráttahundruðogfimmtíuþúsund um hver mánaðamót. Mér skilst að einstaklingur þurfi að meðaltali 170.000 kr. til að framfleyta sér á mánuði þannig að Hreiðar á 5680.000 umfram það um hver mánaðamót. Ekki slæmt. Í hverri viku á hann því 1420.000 krónur afgangs. Það gerir 202.857 krónur og einhverja aura á dag. Sumir eru með það í mánaðarlaun og eru bara hressir með. Ef við ímyndum okkur að Hreiðar sofi 8 tíma á sólarhring á hann 16 klukkustundir eftir til að gera eitthvað skemmtilegt með launin sín. Eða eigum við að snúa þessu við og ímynda okkur að hann vinni 16 klukkutíma á sólarhring, jú gerum það! Þá er hann Hreiðar okkar með 12.678 krónur í laun á tímann.

Iss ekki ætla ég að öfunda hann. Þetta er ekki neitt.


Bloggfærslur 31. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband