Þorraþræll

0veturKristján Jónsson fjallaskáld fæddist 20.júní 1842 í Krossdal í Kelduhverfi og ólst upp í þeirri sveit og í Öxarfirði. Árið 1861 birti hann nokkur kvæði eftir sig í blöðum og varð fljótlega kallaður Fjallaskáld. Kristján gekk í Lærða Skólann í Reykjavík, hann hélst ekki við bókina en togaðist inn í sollinn í höfuðstaðnum, mun  meira en góðu hófi gegndi. Svo fór að hann hætti námi við Lærða Skólann árið 1868, eftir að velgjörðarmenn hans voru að því komnir gefast upp á skáldinu. Eftir það gerðist hann barnakennari í Vopnafirði þar sem hann dó árið eftir, á tuttugasta og sjöunda aldursári (líkt og rokkstjörnur 20. aldarinnar). Bölmóður og vonleysi einkennir mörg ljóða Kristjáns eins og reyndar var algengt í ljóðum margra síðrómantískra skálda. Þó var Kristján að sögn jafnan glaður og indæll í umgengni, þó hugsanlega hafi heilsuleysi, drykkjuskapur og erfið æska markað sálarlíf hans og valdið honum þunglyndi. Hann var eiginlega nokkurs konar útlagi á sinni tíð sem hvergi festi rætur. Þótt ævi Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds yrði stutt var hann eitt af ástælustu skáldum á sinni tíð, og er sennilega enn.

Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.

Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. -
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt;
Brátt er búrið autt,
búið snautt.

Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein
gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.


Bloggfærslur 29. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband