Blogg á Útvarpi Sögu
27.1.2008 | 14:21
Í fyrramálið kl. 7 hefst nýr þáttur á Útvarpi Sögu. Þar munum við fylgjast með því helsta sem er að gerast í bloggheimum, hvað það er sem vekur athygli bloggara hverju sinni og hvar heitustu umræðurnar fara fram.
Þarna fær grasrótin á Íslandi að tjá sig af fullum krafti um það sem hæst ber í þjóðfélaginu, við fáum bloggara í morgunkaffi, fólk fær að hringja inn og tjá skoðanir sínar um það sem til umfjöllunar er.
Því hvet ég alla bloggara til að fylgjast með á Útvarpi Sögu í fyrramálið kl. 7.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)