Reykjavík fyrri tíma
10.1.2008 | 00:40
Það hefur mikið verið rætt um það síðustu misserin hvort hitt eða þetta húsið mætti nú ekki missa sín og sýnist auðvitað hverjum sitt. Sumir vilja rífa allt sem er orðið gamalt og þreytt en aðrir vilja halda í það gamla fram í rauðan dauðann. Ég fann nokkrar myndir í myndasafni Þjóðviljans og vona að ég sé ekki að gera eitthvað ljótt af mér með að birta hér nokkrar myndir af Reykjavík fyrri tíma. Mest til gamans og kannski líka til að sýna okkur að jafnvel kumbaldar sem hafa orðið eldi að bráð geta breyst í hin fegurstu hús á ný. 





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)