Gæsahúð

Það er fátt skemmtilegra en að vera á vellinum þegar svona stórkostlegur árangur næst. Það var meiriháttar stemmning á Laugardalsvelli, stuðararnir í miklu stuði og sekkjapípuleikararnir alveg að gera sig. Þyrftum að þjálfa upp íslenzka sekkjapípustuðara fyrir næsta tímabil.

Eftir 20 ára bið hljóta Valsarar að gleðjast í hjarta og strákarnir algerlega, fullkomlega að titlinum komnir. Sannir íþróttamenn sem eiga ekkert nema hrós skilið.

Ég hefði nú samt viljað sjá annað röndótt lið en Víkinga falla. En maður fær ekki allt sem maður vill.

Til hamingju Valur!


mbl.is Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband