Undarlegt að vera bæði blindur og með ofskynjanir...

..hugsaði ég þegar ég horfði spenntur á leik FH og Vals í gær. Mér fannst nú blessaður dómarinn sem haltraði svo útaf áður en seinni hálfleik lauk endanlega, dyggilega studdur af aðstoðarmönnum sínum, hundtryggum, full vænn í dómgæslu sinni. Heimaliðinu í vil. En það gerði ekkert til, Vals-strákarnir á vellinum börðust eins og ljón og lönduðu sætum sigri. Þeim tókst að stöðva áralanga sigurgöngu fimleikapiltanna. Nú er bara að mæta eins stemmdir gegn HK næstkomandi laugardag og koma Íslands-dollunni á Hlíðarenda, rétt eins og stelpunum tókst um daginn. Þá verður kátt í höllinni. Nýju höllinni.

Áfram Valur!


mbl.is Valsmenn í vænlegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband