Önnur hönd á titli
13.9.2007 | 20:40
..og hin... Ég ætla að vona að Valsstelpur klári málið endanlega í næstu umferð og færi Völsurum heim sanninn um að stelpnaboltinn þarf að fá alla þá athygli sem hann á skilið. Það er ekki ofsögum sagt að stelpurnar hafa staðið sig rosalega vel í sumar og eiga titilinn auðvitað algerlega skilinn. En spyrjum að leikslokum, það er ein umferð eftir og aldrei neitt öruggt fyrr en að öllum leikjum loknum. Þangað til fögnum við þessum flotta sigri í kvöld.
![]() |
ÍR féll úr Landsbankadeild kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neikvæðar auglýsingar
13.9.2007 | 20:23
Ekki langar mig til að fara að versla við SPRON. Nú eru þeir að keyra á auglýsingum sem eru svo neikvæðar að þær eru hættar að vera fyndnar og eru komnar í vandræðalega flokkinn. Í þessum auglýsingum er fólk skilið útundan með ýmsa hluti vegna þess að það er ekki í einhverri söfnun hjá Spron. Þvílík endemis vitleysa, þetta er ekki eitthvað sem vekur áhuga á að fara í viðskipti. Hin aðferðin að vera jákvæður eykur auðvitað áhugann viðskiptum, en ekki þessi. Sorry.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins, loksins
13.9.2007 | 16:04
Getur maður ekið um á tæki sem er betur gefið en maður sjálfur. Vonandi setja þeir líka búnað sem gefur stefnuljós á réttum tíma og leyfir mönnum ekki að aka þegar þeir hafa fengið sér of marga gráa. Kannski verður líka búnaður sem sendir bílinn í þrif og á benzínstöðina ÁÐUR en hann verður benzínlaus. Að ég tali ekki um búnað sem sér til þess að löglegum hraða sé haldið, ekki sé ekið of nærri næsta bíl og jafnvel búnað sem sér til þess að allir séu með öryggisbeltin spennt. Svo er aldrei að vita að í bílnum verði búnaður sem lætur vita hvenær sé kominn tími til að kaupa sér nýjan bíl. Þá þarf maður ekkert orðið að hugsa um þetta dót. Mikið verður það gaman.
![]() |
Volvo-bílar hafa vit fyrir ökumönnum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af ólinni selur göfug nunna - ann, ungu fögru, les inni lófa
13.9.2007 | 13:20
Það má með sanni segja að ástin í nútímanum lætur ekki að sér hæða. Hana má finna út um víðan völl og heimsálfa á milli. Þökk sé internetinu og mjólkurfernum. Það verður spennandi að fylgjast með þessarri óvenjulegu ástarsögu, að ég tali ekki um bíómyndinni sem gerð verður eftir henni.
![]() |
Ástarsaga í kjölfar auglýsingar á mjólkurfernu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)