Aumingja Johnson
9.8.2007 | 16:33
Þetta held ég að sé frekar kjánaleg ákvörðun hjá Hr. Johnson og hr. Johnson sem búa til barnapúður. Til hvers er farið af stað að hamast í einu af jákvæðari merkjum veraldar með þessum hætti? Ég held að þegar maður sér rauðakrossinn á einhverri vöru gerir maður ráð fyrir að hún sé ætluð til nota til að hlú að manni.
Það er allavega nokkuð öruggt að í mínum huga auka þeir Johnson bræður ekki hróður sinn með þessu.
![]() |
Rauði krossinn kærður fyrir að nota rauða krossinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefndarþorsti
9.8.2007 | 16:20
Það er ekki á hverjum degi sem maður lætur vita hvað aðrir bloggarar eru að bralla en ég mæli með að þið lesið söguna hennar Jónu. Þetta er spennandi hrollur, mannlegur og sorglegur. Passið ykkur bara á að lesa ekki óvart síðasta hlutann fyrst.
Hér er slóðin að síðasta hlutanum: http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/entry/282482
Njótið vel og lengi. Það gerði ég allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sokkur breytist í Gönguhraðal
9.8.2007 | 13:43
Svona hvísluleikir eru alltaf svo skemmtilegir. Þetta var nú eitthvað sem var stundað í æsku og þótti gríðarfyndið hvernig orð gátu breyst gersamlega eyrna á milli.
Það er fróðlegt að vita hvernig tæplega 1100 manns fara með eitt sakleysislegt orð og hvernig það getur umbreyst á þessarri leið.
Kannski fer bara fyrir því eins og kjaftasögunum - ein fjöður verður að mörgum hænum.
![]() |
Vilja setja heimsmet í hvísluleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)