SMÁ... svona
6.8.2007 | 19:59
...kallið mig gamaldags, veltið mér upp úr smjöri og málið mig bláan, en það er eitt og annað sem slær mig við þessa frétt. Sextán ára stúlka og tæplega þrítugur unnusti hennar er það fyrsta. Hvernig karlmaður sem á ekki mörg ár eftir að detta á fertugsaldur á unnustu sem tæplega af barnsaldri? Mér finnst þetta allavega of mikill aldursmunur - en þroskamunurinn er kannski enginn í þessu tilfelli.
Annað sem sló mig:Hvílíkt rosamagn af kókaíni er þrjátíu milljón króna virði og hver hefur lyst á að gleypa það í slímugum smokkum? Ojbarasta!
Og í þriðja lagi: Af hverju er ekki fylgst betur með manni sem er nógu klikkaður til að eiga barnunga kærustu og var þar auki gripinn glóðvolgur við handrukkun í beinni útsendingu?
Erum við öll blind og heyrnalaus og sama um allt, eða hvað?
![]() |
Sextán ára stúlka tekin fyrir kókaínsmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsfrægð í uppsiglingu
6.8.2007 | 12:27
Á laugardagskvöldið var útihátíðin Sluxi haldin í (að því talið er) tólfta skipti. Eins og útihátíða er siður var glaðst ógurlega í sameiningu. Það var grillaður dáindismatur, sagðar skemmtilegar sögur, skoðaðar fyndnar gamlar myndir og drukknar allskonar veigar.
Rúsínan í pylsuendanum var svo stofnum ofurgrúppunnar "Hljómsveitin Laglausir og taktlausir". Hún er skipuð æskufélögunum Snorra Magnússyni stórsöngvara, Magnúsi Birgissyni gítarleikara per excellance og trommuleikaranum mér.
Því er skemmst frá að segja að sjaldan hafa nýstofnaðar hljómsveitir slegið jafnhratt í gegn. Allir gestir útihátíðarinnar Sluxa hlustuðu, klöppuðu, dönsuðu og sungu með af innlifun þegar hljómsveitin tók hvern stórstandardinn á fætur öðrum. Tónleikarnir náðu svo hámarki þegar sætasta grúppían hoppað upp á sviðið og tók lagið með hljómsveitinni. Stuðmenn reyndu að apa það eftir með lélegum árangri á tónleikum sínum í Húsdýragarðinum í gærkveldi.
Nú er bara að bíða eftir að erlendir hljómplötuútgefendur banki upp á með feitan samning í vasanum - eða skjalatöskunni. Ég veit að sú bið verður ekkert löng.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)