Að uppgötva eigin gildi...
3.8.2007 | 17:44
..og koma þeim áleiðis var meðal þess sem Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur ræddi í síðdegisþættinum á Útvarpi Sögu í dag. Þetta var merkilegt viðtal í tengslum við námskeið sem Ágústína gengst fyrir í september, þar sem lögð er áhersla á fjölskyldugildin. Á þessu námskeiði er fullorðnum kennt að láta til sín taka svo þeir láti ekki umhverfið móta börnin. Í staðinn eru börnin uppfrædd um umhverfi sitt.
Hún kom inn á gildin á heimilinu, hvernig við náum að skapa meiri tíma saman, aga og sjálfsaga og undirbúning fyrir lífið. Einnig hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir barna sinna.
Ágústína kom líka inn á margt í þessu viðtali og hefur ábyggilega vakið marga til umhugsunar í viðtalinu, allavega snerti hún verulega við mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Splundr
3.8.2007 | 11:19
Ég spyr: Til hvers í ósköpunum að eiga eitthvað rándýrt apparat sem þarf að dragnast með á eftir sér og getur splundrast í tætlur um leið og eitthvað aflagast í veðrinu. Og slík hegðan veðurs er nú algengari en ekki á Íslandi. Ég held ég væri frekar tilbúinn að gista hjá bændum eða á hótelum svo sjaldan að ég fer út á land heldur en eiga svona manndrápsapparat sem er hvort eð ekkert nema kostnaðurinn. Svo er þetta dót líka orðið svo gasalega fínt að það er flottara en heimili manns, betur búið græjum og stærra!
Tjald eða bændagisting - hvorugt splundrast á Kjalarnesi eða undir einhverju fjallinu.
![]() |
Eigendur húsbíla og hjólhýsa hugi vel að veðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland er land þitt
3.8.2007 | 11:05
![]() |
Átti að segja að tilræðismaður væri í fríi á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)