Hvers vegna???
15.8.2007 | 21:35
Hvers vegna fara menn sem fá opinbert embætti, eins og ráðherraembætti, borgarstjórastöðu eða annað slíkt alltaf að tala um sjálfa sig í fleirtölu? Í dag bárust þau tíðindi að ráðherrabifreið þess mikla jafnaðarmanns, Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra væri ekki alveg af vistvænasta tagi. Hver voru viðbrögðin? Jú, eyða fjármunum okkar í að kaupa nýjan vistvænni bíl undir jafnaðarmanninn. Við höfum hafnað því að nota þennan bíl til frambúðar og höfum verið að reynsluaka öðrum bílum." sagði jafnaðarmaðurinn í viðtali við Vísi. Enda getum við ekki ekið um á einhverjum gömlum Benz, það er bara hneysa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
If I can dream
15.8.2007 | 18:42
Það verður gaman að sjá útkomuna úr þessu. Mig grunar að Elvis eigi eftir að lifa um ókomna tíð sem konungur alls þess sem heitir rokk og ról. Einkum ef endurútgáfur með honum verða vandaðar og gerðar af alúð þeirra sem bera virðingu fyrir viðfangsefni sínu.
Það er svo djúpur brunnur tónlistar að sækja í.
![]() |
Lisa Marie Presley syngur með föður sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bannaður og réttdræpur í Kína
15.8.2007 | 17:35
Laddi og fyndnasti maður Íslands, Þórhallur sonur hans voru gestir í Síðdegisútvarpinu í dag. Það má óhikað segja að öðrum ólöstuðum að þarna fara einhverjir skemmtilegustu menn landsins.
Þeir fóru á kostum og sá eldri bauð meira að segja nokkrum úr persónuflóru sinni í heimsókn. Við fórum um víðan völl, rifjuðum um æskuár beggja, bransann og hve mikilvægt það er að hefja ferilinn í Kassagerðinni, helst með kúst í hendi.
Þórhallur yngri sagði frá örhlutverki sínu í Astrópíu og sá eldri hvernig grínverjinn varð til þess að hann þykir réttdræpur í Kína.
Laddi talaði um skemmtunina sína sem átti bara að vera ein helgi til að halda upp á sextugsafmælið en hefur heldur betur tútnað út. Það mun vera uppselt á tvær aukasýningar í lok ágúst og rétt byrjað að selja á enn eina aukasýningu þann 25. ágúst. Mig langar að fara ekki spurning.
Það má ekki gleyma að það verður endurtekning í kvöld og um helgina, stillið á Útvarp Sögu 99,4 og hlustið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flottar stelpur
15.8.2007 | 13:59
![]() |
Valskonur unnu stórsigur í síðasta leiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ég kjáni?
15.8.2007 | 13:51
![]() |
90 ný störf með nýrri aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aldrei
15.8.2007 | 12:15
![]() |
Yfir 5 þúsund skráðir í Reykjavíkurmaraþonið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dásamlegt!
15.8.2007 | 11:02

![]() |
Iceland Express bætir við áætlunarflugi til Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hremmingar bifhjólamanna
15.8.2007 | 10:54
Hún er bæði ótrúleg og hræðileg sagan af bifhjólamanninum sem missti fótinn og tók ekki eftir því fyrr en talsverðu eftir slysið. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt eða lesið hana þá var þetta þannig að mótorhjólamaður ók utan í vegrið og fann til nístandi sársauka. Hann gerði ekkert með það fyrr en á næstu ljósum þar sem hann nam staðar og tók þá eftir að fótinn vantaði neðan við hné. Félagar hans brunuðu til baka og fundu fótinn sem var sendur í skyndi, ásamt eiganda sínum á sjúkrahús. Því miður var stubburinn svo illa farinn að ekki var hægt að græða hann á manninn. Það er svo sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.
Ég heyrði aðra sögu af íslenskum vélhjólamanni sem lenti í því á gatnamótum að ökumaður á skærbleikri Hondu með töffaramerkingum gerði sér leik að því að láta bílinn ítrekað snerta mótorhjólið með ógnandi hætti. Ökumanni vélhjólsins var ekki orðið um sel enda nýstiginn úr meiðslum eftir umferðarslys. Mér skilst að hegðun bílstjórans hafi verið með þeim hætti að bifhjólamaðurinn var farinn að óttast um líf sitt og limi. Hann komst þó óslasaður frá þessu, líkamlega en leið víst ekkert of vel á sálinni þegar heim var komið.
Svona hegðun í umferðinni er auðvitað með öllu ólíðandi og við eigum öll að standa saman um að láta svona ekki henda og gera okkar besta til að stöðva það ef við verðum vitni að einhverju svona í umferðinni. Lögreglan er ekki alls staðar, en rétt að láta hana vita ef svona nokkuð ber fyrir augu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)