Sóðar!
11.8.2007 | 18:53
Nú ætla ég að gerast neikvæður. Eða kannski ekki. Veit það eiginlega ekki. Allavega. Það var gott veður í Reykjavík í dag. Eins og lög gera ráð fyrir fórum við út í þetta góða veður. Og sömu lög gera ráð fyrir því að maður fái sér ís. Þess vegna hélt sá hluti fjölskyldunnar sem er heima, í Laugardalinn og sprangaði þar um í góða veðrinu. Dolli fékk gríðarlega athygli hjá öllu kvenkyns sem var á ferli á sömu slóðum og einnig nokkrum karlmönnum. Fyrir þá sem ekki vita er Dolli 8 ára gamall Pomeranian hundur sem heldur stundum að hann sé hvolpur. Heiðdís og dúkkan hennar fengu líka svipaða athygli, en við Sigga öllu minni.
En að aðalmálinu. Við fórum í löngu biðröðina í Ísbúðinni í Álfheimum, þar sem fæst bara dáyndisgóður ís í allskyns útfærslum. Við fengum nú bara afgreiðslu nokkuð fljótt og settumst á bekk á litlu torgi sem er rétt fyrir ofan ísbúðina, sem skartar afskaplega ljótu rauðu listaverki sem ég gleymdi að athuga hvað héti.
Þegar við höfðum gætt okkur á ísunum og bragðarefunum, við náðum meira að segja að klára áður en allt gumsið bráðnaði, gengum við af stað til baka. Þá sá ég hvar ungur maður sem hafði verið að sötra í sig mjólkurhristingi úr ísbúðinni grýtti tómri (eða næstum tómri) dollunni utan af honum út í loftið eitthvað. Ég reyndi að kalla á eftir honum en hann skeytti því engu og töffaraðist í farþegasætið á gulum Honda S2000 sportbíl sem brunaði svo í burtu. Ég er með skráningarnúmerið skrifað hjá mér ef einhver hefur áhuga.
Það er ekki nema von að borgin okkar sé ekki snyrtilegri en raun ber vitni, eins og í þessu tilfelli var ruslatunna í tveggja skrefa fjarlægð en það þótti eitthvað gæjalegra að grýta burtu umbúðunum, og sóða þannig út tilveru annars fólks.
Það er bara ekkert töffaralegra. Þetta er hallærislegt og ber vott um slóðahátt. Og hananú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hverskonar...
11.8.2007 | 15:04
...illmennska fengi nokkurn mann til að myrða saklaust lítið barn. Eða nokkra aðra manneskju ef út í það er farið.
Ég ætla að leyfa mér að óska þess heitt og innilega að Madeleine sé á lífi og vel haldin hvar sem hún er.
![]() |
Lögreglan segir mögulegt að Madeleine McCann sé látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)