Erkitöffarinn
31.7.2007 | 17:52
Valdimar Örn Flygenring var í síðdegisviðtalinu í dag. Við fórum á flakk um ferilinn hans og hlustuðum á uppáhaldstónlistina hans sem var alveg mögnuð, hver meistarinn upp af öðrum; Dylan, Springsteen, Neil Young að ógleymdum meistara Nick Cave.
Valdimar sagði skemmtilegar sögur af veiðinni, úr leikhúsinu og bíómyndunum. Hann sagði okkur frá nýja húsinu sínu í sveitinni, hundinum, hænunum og heimsætunum.
Þetta var afskaplega skemmtilegt viðtal við einn mesta erkitöffara leikhússins á Íslandi sem hefur smám saman verið að snúa sér í aðrar áttir, sem hann sagði líka frá í viðtalinu. Það er engin lognmolla þar sem Valdimar fer.
Ef þú vilt heyra viðtalið minni ég á endurtekningu á því á Útvarpi Sögu 99,4 kl. 23 í kvöld og ennfremur um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins og kerlingin sagði...
31.7.2007 | 10:20
..sjaldan hefi ég flotinu neitað. Eða var það karlinn sem sagði það. Ég hefði ekkert á móti því að eiga 400 milljónir, hvað þá að eiga þann gjaldstofn sem veldur þvílíkri skattgreiðslu.
Auðvitað er það bara frábært að fólk hafi svo fínar tekjur að það sé að borga í kringum fjögurhundruðmilljónir í skatt, er það ekki? En það væri gaman aðeins að átta okkur á hvað þessi upphæð er há. Fyrir 400 milljón krónur er hægt að kaupa 8,9 nokkuð ágæt hús í Reykjavík. Það hægt að kaupa 190 og hálfan Toyota Yaris T-Sport á sértilboði. Það er hægt að kaupa rúmlega rúmlega 2666 flatskjái, tvær manneskjur geta farið 133.333 sinnum í bíó á fullu verði og fengið sér popp og kók. Ævin dugar ekki til, nema maður fari tvisvar á dag í bíó.
Sá sem á 400 milljónir á sæmilegum bankareikningi sem gefur segjum 7% vexti á ári hefði 28 milljónir í vaxtatekjur á ári eða 25 milljónir rúmar í hreinar tekjur. Það þurfa flestir að lifa af minnu en það.
Þrátt fyrir að það sé í sjálfu sér mjög gott að til sé auðugt fólk, sem getur látið gott af sér leiða held ég að við þurfum aðeins að fara að velta fyrir okkur kjörum hinna sem ekkert hafa. Þeir eru margir sem kvíða hverjum degi vegna peningaleysis og vonleysis af þeim sökum.
Það er löngu orðið tímabært að jafna kjör fólks í okkar góða og gjöfula landi, en þangað til það gerist ætla ég að láta mig dreyma um að eiga fjögurhundruðmilljónkrónur.
![]() |
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sólóklúbburinn
31.7.2007 | 09:05
Anna Magnea Harðardóttir, grunnskólakennari og formaður Sólóklúbbsins var í viðtali í fyrsta síðdegisþætti mínum eftir sumarfrí. Sólóklúbburinn er félagsskapur sem hún stofnaði fyrir nokkrum misserum og hefur vaxið og dafnað síðan og telur nú eitthvað á annaðhundrað manns.
Tilgangur félagsins er að vera einhleypu fólki innan handar um félagsskap við hinar ýmsu athafnir sem skemmtilegra er að stunda með öðrum, eins og t.d. að fara í bíó, leikhús, út að borða og margt, margt annað. Mér sýnist þetta vera sniðug leið fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum er eitt síns liðs í lífinu, til að eignast vini og fá þann nauðsynlega félagsskap sem hver og einn þarf.
Anna sjálf var hress og kát og klukkutíminn var fljótur að líða. Áhugasömum til uppfræðingar læt ég fylgja með slóð að heimasíðu klúbbsins www.soloklubburinn.com
Í dag er ætlunin að fá landsfrægan leikara í heimsókn sem ekki hefur verið mjög áberandi undanfarna mánuði en hefur nú aldeilis verið að gera góða hluti í gegnum tíðina.
Því er um að gera að stilla á fm 99,4 í dag kl. 16 og sperra eyrun, fá sér kakóbolla og súkkulaðikex og njóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)