Er kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana?

Þessa grein rakst ég á, á dv.is:

Smásaga eftir skáldin Megas og Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, þar sem skopast er að kvennafrídeginum, fæst hvergi útgefin.  Í viðtali við Menningu, fylgirit  Fréttablaðsins, í dag segir Þórunn að enn sé „kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana“.

Orðrétt segir Þórunn: „Þessar konur ofsóttu á sínum tíma gamla ídealið, venjulegt fólk, fallegar ofurkvenlegar lítilþægar, ofurskreyttar og þjónustusamar konur og ofurkarlmenn sem voru svona Clint Eastwood týpur og ferlega frekir alfaapar ... svo má ekki skopast með þær. Það er eitthvað að þegar má einu sinni gera grín. Það á að gera grín að öllu, það er eina leiðin til að þola álagið sem fylgir mannlífinu og menningunni“.

Við erum öll að verða svo há-heilög, er það ekki?


Kvíðinn óþarfur...

...það voru margir sem töldu það vera mistök hjá Led Zeppelin að halda endurkomutónleika. En ef marka má ummæli Ólafs Páls, sem aldrei lýgur voru það óþarfa áhyggjur. Ég vona bara að þeir fari á túr og gefi öllum þeim aragrúa fólks sem reyndu en fengu ekki miða á þessa tónleika möguleika á að sjá þá einu sinni enn.

Þá er aldrei að vita nema maður mæti.


mbl.is Flottasti söngvari rokksögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir verða sárir

Þau tíðindi urðu í gær eða fyrradag að einhver apaði upp síðu Stefáns Friðriks ofurbloggara, kallaði sig Friðrik Stefán, síðan leit út eins og síða Stefáns, spegilmynd af kappanum í höfundarmynd og efnistök svipuð að mér skilst. Þó sá ég aldrei þessa paródíu útgáfu af síðu Stefáns. Eitthvað mislíkaði Stefáni Friðriki þetta grín sem nú er ekki lengur til, en greinilegt er á kommentum hans hjá Jennýju Önnu Baldursdóttur að honum var mjög brugðið og sárindin mikil.

Ég hygg að ef þetta hefði verið gert við mína síðu hefði mér bara fundist það fyndið. Ég vona að það beri ekki vott um lágt sjálfsmat, en í þessu tilfelli hefði þetta í mínum huga bara verið merki um að einhver hefði tekið eftir því sem ég væri að segja og gera og þótt það þess virði að gera grín úr.

Þetta er svona eins  og að komast í Spaugstofuna eða láta Jóa og Simma gera að manni grín. Ef einhver nennir að gera gys að þér þar ertu orðinn áberandi í þjóðfélaginu - þannig er það bara. Það eru margir stjórnmálamenn og framámenn í þjóðfélaginu sem eru fúlir yfir að ekki sé gert grín að þeim, og gleðjast ógurlega um leið og grínið byrjar.

Kannski hefði Stefán Friðrik átt að taka þessu gríni með sama hætti og grínast með það sjálfur í stað þess að fá hjartastopp af bræði yfir húmornum.

 


Bloggfærslur 11. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband