Dr. Jekyll og Mr. Hyde?
30.10.2007 | 12:48
Eða hvað? Kannski ekki alveg, en...
Svona sýndarmennska hefur tíðkast frá aldaöðli og til margar frægar sögur af slíku. Það er samt grátbroslegt að hugsa til þess að til skuli vera menn sem hegða sér eins og milljarðamæringar, ganga í flottum fötum, virðast berast mikið á og umgangast fræga fólkið eftir megni. Þegar þeir yfirgefa hina dýrðlegu fagnaði fara þeir svo einir og yfirgefnir heim í saggafyllta kjallaraholu sem geymir ekkert nema vonbrigði og depurð.
Svo reyna þeir að grípa gæsir sem gefast og beita öllum brögðum í bókinni til að ná sér í smá aur.
![]() |
Meintur fjárkúgari af íslenskum ættum lifði tvöföldu lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)