Spennandi

Þó ég sé stundum flughræddur finnst mér flug og flugvélar voða spennandi. Þetta glæsilega farartæki sem er næstum eins og risafarþegaskip með vængjum, ef marka má myndir slær nýjan takt í farþegaflugi... allt innanrými þessarar ofurþotu virðist vera vandað og fallega gengið frá öllu og myndin sem fylgdi fréttinni kveikir gamaldags rómantískar tilfinningar frá árdögum ferðalaga.

Það verður líka gaman þegar Dreamlinerinn fer að fljúga um loftin blá, sú þota er nú öllu snoppufríðari en Airbussinn. Heimildir herma líka að Icelandair sé búið að panta slíkt apparat. Spennandi.flugvel_260502


mbl.is A380 í fyrsta farþegaflugið á fimmtudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband