Er þetta munurinn á körlum og konum?

Fótbolti.net greindi frá því að skilaboð hafi gengið milli leikmanna í Landsbankadeild kvenna að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur, leikmann Vals, sem leikmann ársins í deildinni. Hún var markahæst í deildinni í ár með 38 mörk sem er nýtt markamet. KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kjörin best í Landsbankadeild kvenna og á þetta kannski alveg skilið. Ég ætla allavega að vona að fotbolti.net hafi ekki rétt fyrir sér.


Hvað??

Æ, hann er nú samt ekkert voðalega hommalegur, ef sú skilgreining er til á annað borð. Kannski á frú Rowling eftir að gefa út "hinsegin" sögur af skólalífinu í Hogwarts.


mbl.is Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dót erum við

Það virðist vera lenska á okkar góða landi að ef hér eru stofnaðar nýjar stórverslanir sem selja dót og drasl sem við í raun höfum ekkert við að gera, myndast ástand sem ég fyrir mitt leyti get ekki skilið. Á þessum stundum er bara eins og það hafi aldrei verið til verslanir á Íslandi áður, ógnarlangar raðir myndast fyrir utan viðkomandi skranbúð og loks er dyrnar ljúkast upp liggur við handalögmálum við að komast að öllum herlegheitunum innandyra. Slíkur atburður varð nú fyrir helgi þegar ameríska dótaverslunarrisakeðjan Toys´r´us opnaði stórmarkað í Kópavogi með pompi og prakt. Það var eins og leikföng hefðu aldrei fengist á Íslandi áður og afar, ömmur, frændur, frænkur, pabbar og mömmur og aðrir fjarskyldir ættingjar þustu í Kópavoginn til að kaupa eitthvað plastdrasl sem dagar svo rykfallið uppi í dótakössum barnanna. Þarna var slegist um dúkkur og stökkbreyttar slagsmálaskjaldbökur einhverjar, sverð og leikfangabíla auk annars tilfallandi. Ég vona bara að enginn hafi slasast í hildarleiknum.

En þessi sama verslunarkeðja var með heilsíðuauglýsingu í blöðunum í liðinni viku sem var ekki síður skrautleg en það ástand sem myndaðist við opnunina. Efst í auglýsingunni var hið þjóðlega nafn verslunarkeðjunnar og skáhallt í vinstra horni auglýsingarinnar stóð "the real thing". Semsé engin gerviverslun þarna á ferðinni. Auglýsingin skartaði síðan myndum af ýmiskonar leikföngum ásamt einhverjum samsuðutexta um hverja vöru fyrir sig, á ÍslEnsku. Allt var þetta meira og minna á gjafverði, sem mér persónulega fannst  klikkað verð en það er nú bara ég.

Á rauðri slettu í miðri auglýsingunni stóð svo: Komdu og sjáðu risastóru opnunarhátíð Toys´r´us í Kópavogi. Sjáðu nýju verslunina okkar sem er stútfull af leikföngum, frábærum opnunartilboðum og skemmtilegum uppákomum. Það var semsé aldrei ætlunin að láta fólk taka þátt í opnunarhátíðinni og hreint alls ekki að kaupa neitt, heldur átti fólk bara að koma og sjá þetta allt saman. Skemmtilegt. Það vakti líka athygli mína að það var hvernig Þ í auglýsingunni, t.d. ætlaði í róttaálfurinn að kíkja í heimsókn. Þetta bendir til þess að auglýsingin er varla búin til á Íslandi. Þegar ég var svo búinn að hrylla mig í gegnum alla þessa undarlegu auglýsingu tók ég eftir að þessi nýja risadótabúð er ekki með síma, heldur tlf. Það er ábygggilega ekki síðra tæki og aldrei að vita að fleiri fyrirtæki taki upp notkun á því, sími er eitthvað svo hallærislegt orð.

Ég er ekkert viss um að ég eigi eftir að fara í þessa búð.

 


Bloggfærslur 20. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband