Færsluflokkur: Íþróttir

Lestu smáa letrið

Sporðdreki: Þú tekur reglur ekki alvarlega, og vilt geta samið um allt. Margt gott kemur út úr þeim samskiptum. Lestu smáa letrið og vertu viss um hvað tilheyrir þér.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Áfram Ísland

Við vitum að þær geta þetta! Áfram stelpur!  Þetta er stórkostlegur árangur og við verðum að muna að hylla stúlkurnar þegar heim kemur, hvernig sem fer.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Sá mikilvægasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dyravörðurinn duglegi

Magnúsver3Í gærdag auglýsti "sportbarinn" Steak & Play Abba & Bítla hátíð. Á staðnum við Grensásveginn átti að fara fram meiriháttar söngvarakeppni þar sem þátttakendur máttu gæla við lög nefndra stórlistamanna með raddböndum sínum.

Ég var staddur í fámennu samkvæmi í Kópavoginum, þarna var allt fólk um fertugt, venjulegt fjölskyldufólk, snyrtilega til fara og í góðu skapi. Það var kátur hópur sem hélt, reyndar frekar seint að íslenzkum sið, niður á Grensásveg og ætluðu nokkrir úr hópnum að spreyta sig í téðri söngvarakeppni enda búnir að æfa sig vel og lengi í karókígræjum húsráðanda.

magnusver1Þegar á Grensásveginn kom varð nú fljótlega ljóst að keppni þessi væri að baki, það var þó slæðingur af fólki í húsinu en starfsmaður sló taktinn að því sem síðar yrði með því að elta okkur uppi á innleið til að reyna að koma í veg fyrir að við kæmumst í innri salinn. Þangað komumst við þó og hittum Sverri Stormsker, samstarfsmann okkar á Útvarpi Sögu og annað fólk sem þar var. Þarna var fólk á öllum aldri, nokkrar stelpur um tvítugt, nokkrir á okkar aldri og örfáir eldri. Eitthvað af fólkinu og þar á meðal minn hópur fór út þar sem sett hefur verið upp reykaðstaða, þar sat fólk nokkra stund, spjallaði og söng lögin sem ekki komust á efniskrá keppninnar. Það var ekki háreysti eða dólgsskapur hafður í frammi, langt í frá.

Og nú er komið að snilldarþætti dyravarðar staðarins, kraftakempunnar og þjóðhetjunnar Magnúsar Ver Magnússonar. Þegar fólk var orðið þreytt á að sitja úti í kulinu gekk megnið af fólkinu inn án hindrunar af hálfu dyravarðarins en okkar hópur rak lestina að dyrunum og þegar við ætluðum að stíga yfir þröskuldinn stöðvaði Magnús okkur með þjósti og hrokafullum svip og sagði okkur að nú væri nóg komið; búið væri að loka staðnum. Við svo búið skellti hann á nefið á okkur og við létum okkur nægja að horfa í gapandi undrun á hópinn sem settist makindalega niður við borð inni á staðnum. Mér persónulega var nokk sama hvort við settumst niður á þessum stað eða færum eitthvað annað en ofbauð svo ókurteisleg framkoma dyravarðarins að ég bankaði og benti honum að koma og tala við mig sem hann gerði.

Við bentum honum kurteislega á að það skyti heldur skökku við að hleypa talsverðum hópi inn en meina svo okkur aðgangi, það var ekki eins og við værum sóðaleg eða með læti, þvert á móti. Aukinheldur hefði Sverrir Stormsker sérstaklega hvatt okkur til inngöngu með sér. Vöðvabúntið Magnús benti okkur með yfirlætissvip á að það væri hann, MAGNÚS VER, sem réði hér en ekki Sverrir Stormsker og bað okkur þvínæst að yfirgefa svæðið. Það væri búið að loka. Hurðin skall aftur á nefið á okkur. Við ákváðum að taka ekki lengur þátt í þessum skrípaleik og gengum hnarreist á braut en ljóst varð að Steik & leikur yrði aldrei framar fyrir valinu hjá þessum hópi, hvorki sem matsölustaður né skemmtistaður.

Magnusver2Ég vil taka það skýrt fram að ég var ódrukkinn og man þessi samskipti við hrokagikkinn og mannvitsbrekkuna Magnús Ver því auðvitað skýrt. Það álit sem ég hafði á þessum íþróttamanni varð að engu á svipstundu. Þessi framkoma hans, og mismunun milli gesta bendir skýrt til þess að hann er einn þessara fábjána sem gera sér ekki grein fyrir tengslum starfs síns og þess sem hann fær greitt fyrir það. Hann heldur örugglega að það sé Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi staðarins sem borgar honum launin. Leyfum honum bara að halda það, en allir sem einhvern tíma hafa unnið við þjónustu- og sölustörf vita að það eru viðskiptavinirnir sem skapa innkomuna og þar með möguleika á að borga starfsfólkinu laun.  Engir kúnnar, ekkert kaup.

Apakötturinn Magnús Ver var að karpa við okkur í dyrum Steak & Play á bilinu klukkan 3:35 til 3:47. Síðasta yfirlýsing hans um lokun kom á síðarnefnda tímanum. Það var þó auglýst skýrum stöfum í blöðum gærdagsins að húsið lokaði kl. 5:30. Því er greinilegt að það er Magnús Ver sem ákveður hvenær eigandi skemmtistaðarins á að hætta að fá inn fólk sem skapar staðnum tekjur með því að kaupa þær veigar og veitingar sem þar fást. Fyrirfram auglýstur tími skiptir slík ofurmenni engu, breytir engu fyrir hann þó muni tveimur tímum. Hann vill líka augljóslega fá að sýna að hann er kóngurinn og getur ákveðið hverjir komast inn og hverjir ekki. Honum hefur líka tekist með framkomu sinni að ákveða að við kaupum aldrei neitt þarna framar og leyfum öllum að heyra hvernig var tekið á móti okkur á hinum nýja, "frábæra" skemmtistað Ásgeirs Þórs Davíðssonar.

Takk fyrir ekkert.

Tekið skal fram að Steak & play fékk sent afrit af þessari bloggfærslu á tölvupósti.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Abbiati segist vera fasisti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi skellur ekki á skyndifrost

frosinnvollur 

Þá gæti hæglega farið svona. Það væri ekki gott að þurfa að spila fótbolta á skautum.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Dekrað við Laugardalsvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmenn vængjum þöndum!

Valsfognudur

Algeng sjón hjá Valsstúlkum. Þær eru hér að fagna marki. Einu af mörgum á sínum ferli. Þetta er stórkostlegur árangur, nú ætti fólk að flykkjast á leiki í kvennafótboltanum. Það er reyndar aðeins ein umferð eftir, en um að gera að skoða þetta. Stelpurnar spila yfirleitt mjög góðan og skemmtilegan fótbolta sem gaman er að fylgjast með. Skellið ykkur og njótið!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lauflétt hjá Val sem fer í milliriðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grenja úr hlátri þá?

Eins og þeir sem fylgdust með íslenska landsliðinu í þessum leik... snilldin ein!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Eiga eftir að grenja svolítið undan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfurmennirnir!

Um leið og ég óska íslenzku þjóðinni og ekki sízt strákunum okkar til hamingju með þennan frábæra árangur langar mig að impra hér á smá tölfræði. Tölfræði sem skiptir kannski ekki öllu máli inni á handboltavelli en er samt gaman að skoða.

Frakkland varð til sem þjóð árið 843 og fimmta lýðveldið var stofnað 1957. Ísland var að finnast og týnast aftur eitthvað fram eftir öldum, en árið sem við höfum miðað við sem landnámsár er 874. Lýðveldið Ísland var stofnað 1944.

Frakkland er 674.843 ferkílómetrar að stærð og Ísland 103.000 ferkílómetrar. Í Frakklandi búa 64,5 milljónir manna eða 114 á hvern km² og er tuttugusta fjölmennasta ríki í heimi. Á Íslandi búa 316.252 manns eða 3.1 á hvern km² sem setur okkur í 172. sæti yfir mannfjölda í veröldinni. Í höfuðborg Frakklands, París, búa 2.167.994 manns en í Reykjavík býr 118.861 manneskja.

Þjóðarframleiðsla Frakka var 2.2 trilljónir Bandaríkjadala árið 2006 eða rúmlega 30 þúsund dalir á mann. Þjóðarframleiðsla Íslendinga var sama ár 16 þúsund billjónir dala eða 63 þúsund dalir á mann.

Það má örugglega velta fleiri tölum fyrir sér en leikurinn fór þó 28:23 og við verðum að vera stolt af þessum strákum sem náðu svona stórkostlegum árangri.

Áfram Ísland!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha jú, ég!

Ónei mein gott. Ég var að horfa á upptöku - gamlan útdrátt úr lottóinu og þar komu upp tölurnar mínar! Ég hélt í örfáar mínútur að ég hefði unnið allan heila helvítis pottinn....

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


mbl.is Sexfaldur lottóvinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Béin þrjú

feitur 

Nú er komið að því að finna aðferð sem útheimtir ekki kvalavist á pínubekkjum líkamsræktarstöðva til að losna við Béin þrjú. Bumbu, bakverk og brjóst. Uppástungur að aðferðum eru vinsamlega þakkaðar. Blóm og kransar ekki.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Þetta verður töff

Valur 

Gangi ykkur vel strákar!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Byrjunarlið Vals sem leikur gegn BATE Borisov
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband