Færsluflokkur: Lífstíll
Huggun harmi gegn
19.2.2008 | 09:13
Svona til að minnka tregann yfir því að Keira kom (hugsanlega) ekki verð ég að segja ykkur frá því að Kelly McKnightley varði Valentínusardeginum hér á landi, en kærasti hennar Robert McFerrin, sem vinnur á póstdreifingarmiðstöðinni í Perth kom henni rækilega á óvart með að bjóða henni hingað.
Þau dvöldu á gistiheimilinu Svöluhreiðrinu, fóru á American Style og Players og skemmtu sér víst konunglega á Íslandi. Robert keypti handa henni litla Grýlu-styttu í Rammagerðinni og hún gaf honum knús.
Þau eru að hugsa um að koma hingað aftur eftir svona tuttugu ár þegar þau hafa náð að safna sér fyrir annarri ferð hingað. Þeim fannst nefnilega pínulítið dýrt að dvelja hér.
Kom Keira Knightley ekki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ofurmamman....
18.2.2008 | 19:27
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Valentínusardagur - eða hvernig sambandið breytist
14.2.2008 | 20:41
Séð frá sjónarhóli konunnar:
Fyrstu sex mánuðirnir í sambandi:
- Nærfataskipti eru það sem lífið snýst um; það er bráðnauðsynlegt að skipta um nærföt a.m.k. kvölds, morgna og miðjan dag. Og alltaf að vera í pínulitlum, gegnsæjum sexý nærfötum. Sexý, gegnsæ náttföt gera líka sitt gagn.
- Sturtur eru möst a.m.k. einu sinni eða tvisvar á dag. Krem með alls konar örvandi lykt eru líka mikilvæg og háreyðing af einhverri sort á ýmsum stöðum líkamans þarf helst að fara fram daglega.
- Þarf að passa mataræðið, svo að ekki komi óæskileg búkhljóð eða lykt frá manni. Að kúka (afsakið óheflað orðbragðið, en þetta er nú eitthvað sem við gerum öll) eða leysa vind er bara eitthvað sem maður neitar sér um þessa mánuði.
- Svefn???? Hann er fyrir aumingja og lík. Það er hægt að sofa eftir dauðann. Næturnar eru fyrir æsilega ástarleiki og ef þú vaknar ekki með blóðhlaupin augu á hverjum morgni þá ertu einfaldlega ekki að stunda nóg kynlíf. Kynlíf - á þessu stigi sambandsins - er líka óbrigðul lækning við höfuðverk.
- Sögur um inngrónar táneglur eða þegar kúplingin bilaði verða allt í einu endalaust skondnar og skemmtilegar. ,,Tíhíhíhí"-hláturinn er líka ómissandi í upphafi sambands.
- Sjálfstæðar skoðanir eru óæskilegar. ,,Æi, gullið mitt, mér er alveg sama hvað við borðum, þhúú bara ræður...Pizza? Jú, það væri dásamlegt...tíhíhíhí"
Næstu sex mánuðir :
- Fjárinn, það hlýtur nú að vera nóg að skipta um brjóstahaldara annan hvern dag. Nærfötin þurfa heldur ekkert endilega að vera samstæð eða sérlega sexý.
- Óhóflegar sturtuferðir fara illa með húð og hár og þessi helvítis krem kosta haus og hönd. Nota þau bara ef eitthvað sérstakt stendur til. Háreyðingarframkvæmdir eru sosem ágætar en ekki fyrr en broddarnir eru farnir að pirra mann eitthvað að ráði.
- Allt í lagi að láta eina og eina vindlosun bara flakka - maður roðnar kannski og skammast sín smá - en þetta er nú bara eðlilegur þáttur í líkamsstarfsemi.
- Svefn er góður. Hvað er líka að því að stunda kynlíf á laugardögum og kannski stundum á þriðjudögum? Svo er ég líka með hausverk...
- Æi, á enn einu sinni að fara að segja leiðindafrægðarsögur af kúplingum og bílaviðgerðarreddingum. ,,Tíhíhíhí"-hláturinn víkur óðum fyrir þreytulegu ,,Haha-i."
- Pizza - enn og aftur?!?!? Ég hef nú kannski líka einhverjar skoðanir sjálf, þakka þér!!!
Eftir árið:
- Hvað varð eiginlega um þægilegu, hvítu bómullarömmunærbuxurnar? Þessar með slitnu teygjunni? Flegnir toppar, sexý nærföt og stutt pils mjakast smám saman aftar í fataskápinn og víkja fyrir ömmufötum, treflum, loðnum inniskóm, lopapeysum og jogginggöllum.
- Sturtur? Ha,jú, jú - en bara ef það er komin lykt. Krem eru alger óþarfi og ilmvötn líka. Bara smásvitalyktareyðir og málinu reddað! Háreyðing ?? Rakstur?? Huh, hvað er eiginlega að því að vera bara eins og maður kom af trjánum??
- Ekki vera fyrir, karlugla, ég þarf að......
- Viltu kynlíf?? Aftur?? Gerðum við það ekki bara hérna um daginn sko? Þarna á laugardaginn fyrir tveimur vikum? Er líka svoldið þreytt, langar eiginlega að lesa bara og fara svo að sofa... Já, í bómullarflannelnáttfötunum mínum!
- Ó, á að fara að tala eitthvað? Heyrðu, ég er eiginlega að lesa og svo er þáttur á eftir í sjónvarpinu... Þekkirðu annars ekki einhvern ofsalega heimskan og minnislausan sem þú getur deilt kúplingarsögunni með???
- PIZZA!!!! Heyrðu, farð þú bara í pizzu með strákunum, ég fæ mér eitthvað annað.... við hittumst svo bara seinna í kvöld...kannski...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)