Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hvar liggur fjöregg Íslands?

jon_sigurdsson.jpgJón Sigurðsson taldi að Ísland hefði alla burði til að sjá um sín eigin málefni. Til þess að svo mætti verða og landinu ætti að farnast vel, þyrftu Íslendingar að öðlast fullt löggjafarvald, aðskilinn fjárhag, jafnrétti og innlenda stjórn. Reynslan hefði sýnt að það væri ómögulegt að stjórna Íslandi frá Danmörku. Hafði hann rangt fyrir sér, kallinn?

Maður spyr sig, ástandið hefur ekki beint verið geðslegt hér í gegnum tíðina, eða hvað? Og allra síst uppá síðkastið. Óðaverðbólga, óstöðugt gengi og gengisfellingar, mikil spilling og hvítflibbaglæpir, mikil stéttaskipting og fátækt, heilbrigðiskerfi í molum, almannatryggingar eins og þær gerast allra verstar. Í alla staði einstaklega vel rekið bananalýðveldi. 

Já, hefði okkur kannski verið betur komið undir danskri stjórn áfram? Eigum við að líta á sjálstæðisbaráttu fyrri tíma sem stór mistök sem leiddu af sér þennan hroða? Eru fámennar þjóðir ófærar um að annast eigin mál, á grundvelli þess að fámennið getur skapað einmitt jarðveginn sem spilling og önnur óáran sprettur úr? Jafnvel óafvitandi; það hefur ekki þótt óeðlilegt á Íslandi að "maður þekki mann" og þannig komist hlutirnir í verk. Hvað er til ráða?

Hvar liggur framtíð íslenzku þjóðarinnar? 


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin á móti Evrópusambandsaðild

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki árið 1918 og lýðveldi árið 1944. Nú eru menn í fullri alvöru að tala um að BREYTA STJÓRNARSKRÁNNI til að hægt sé að láta fullveldi okkar af hendi til Evrópusambandsins. Á hnjánum nánast!

Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum, eins og yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni, til Brussel. Völd lítilla ríkja innan ESB hafa minnkað mjög á undanförnum árum, Ísland fengi 3 atvæði af 350 í ráðherraráðum ESB og fimm af 750 á ESB þinginu, Ísland gæti orðið eins og fátækur hreppur á jaðri risaríkisins í framtíðinni. Sem kemur að einu af meginmarkmiðum ESB sem er að verða nýtt stórríki, Evrópskt stórríki. Stórríki, risaveldi sem þjónar innri þörfum sambandsins, þeirra hagsmuna og viðmiða sem þar eru ríkjandi.

Almennir þegnar í Evrópusambandinu hafa lítil áhrif á þróun mála, sívaxandi valdasamþjöppun í stofnunum ESB má kalla tilræði við þróun lýðræðis í Evrópu. Íslendingar, líkt og aðrir innan ESB hafa engin áhrif á hverjir ráða ríkjum. Valdið í ESB hefur færst til embættismanna í Brussel og til ráðherra en þingið hefur fyrst og fremst staðfestingar- og eftirlitsvald. 

Það er fráleitt að Íslandi sé stjórnað úr fleiri þúsund kílómetra fjarlægð, hætta er á að mál tengd Íslandi velkist lengi í kerfinu þar auk þess sem margar reglur ESB henta ekki svo smáu samfélagi eins og hér er. 

Það er grundvallaratriði hjá ESB að stofnanir þess hafi "úrslitavald um varðveislu lífríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna", allt tal um að við getum fengið einhverskonar undanþágu frá þessu ákvæði eru í besta falli draumórar. Aðild að ESB útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Vegna mikillar skuldsetningar íslenskrar útgerðar er hætt við að veiðiheimildirnar færist úr landi til erlendra aðila með afleiðingum sem við getum bara ímyndað okkur. Við ESB aðild færist samingsrétturinn um veiðar úr svokölluðum deilistofnum til sambandsins sem þýðir Ísland þarf að hlýða boðum og bönnum um nýtingu þeirra stofna.

Það er ónefnt hvaða áhrif þetta hefur á landbúnaðinn og fleiri þætti íslensks þjóðarbús.

Mig langar núna að fá rökin með því að ganga í þetta samband, Evrópusambandið, sem ljóst og leynt stefnir að því að verða nýtt Evrópskt stórríki.  

 


mbl.is Atkvæðagreiðslan í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband