Færsluflokkur: Menntun og skóli
Mogginn...
7.9.2008 | 10:59
..orðar þetta skár en vísir punktur is.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Innbrot í skóla og fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoffín eða skuggabaldur?
7.9.2008 | 10:40
Íslenzkan í öndvegi
Eftirfarandi frétt las ég á vísi.is og orðfærið þar er ekkert einsdæmi fyrir vefmiðla nútímans. Það er gaman að þessu. Og sómi.
Bíræfur þjófur stal í morgunsárið sjúkratösku miðborgarvarðar sem var að hlúa að slösuðum manni í leigubílaröðinni. Talið er að þjófurinn hafi náð að koma sér burt í leigubíl með sjúkratöskuna sem er grár og svartur bakpoki.
Þrjú innbrot voru í Hafnarfirði og Álftanesi í nótt. Brotist var inn í Flensborgarskóla, Álftanesskóla og fyrirtæki í Hafnarfirði. Alls voru teknir fjórir tölvuskjáir. Þjófarnir eru ófundnir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vönduð vinnubrögð
9.8.2008 | 11:05
Ég fór nú ekki að sjá Clapton því hann hefur ekki náð að heilla mig kallinn, þó hann hafi átt ágætisspretti inn á milli. Kannski mistök, ég veit það ekki.
Nýlega kom út ævisaga hans í þýðingu Orra Harðarsonar og mun að sögn vera hin áhugaverðasta lesning. Þýðingin ku víst líka vera nokkuð góð bara en á heimasíðu Dr. Gunna rakst ég þessa mynd af saurblaði bókarinnar sem er víst það eina sem Orri skipti sér ekki af fyrir útgáfuna. Þrjár hroðvirknisvillur á einni síðu, er eitthvað sem bókaútgáfa með snefil af sjálfsvirðingu vill ekki láta sjást.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Um 12.000 hlýða á Clapton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glaðlyndir fara sér fremur á voða
25.6.2008 | 13:49
..en á maður ekki að segja að þeir fari sér að voða?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Glaðlyndir fara sér fremur að voða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alsæla á mbl.is
10.5.2008 | 07:21
Það er nú voða gott að Mischa sé svona ánægð með kroppinn sinn - og ekki verra að Selma Hayek sé eins ánægð með litla barnið sitt, en samkvæmt annarri frétt á mbl.is er hún alsæl í móðurhlutverkinu og segir að það að verða móðir hafi kennt henni að meta lífið á ný.
Það er ekki nóg með að krónan sé í frjálsu falli heldur er gengisfelling á orðum orðin þjóðaríþrótt á Íslandi. Mætti ekki aðeins draga úr ofgnóttinni þar án þess að merkingin tapaði sér?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Alsæl með líkamann þrátt fyrir appelsínuhúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samræmdu prófin eru stuð
29.4.2008 | 10:31
Ég man þann vetur sem ég tók samræmdu prófin eins og það hefði gerst í gær - eða kannski í fyrradag. Þetta var veturinn 1979 til 1980. Þann vetur var öllum nemendum úr næstefstu bekkjum allra grunnskóla í Breiðholtinu raðað í einn skóla, Hólabrekkuskóla. Úr urðu tólf mjög fjölmennir bekkir sem áttu það örugglega til að vera ekki þeir allra þægustu í skólasögu Íslands.
Umsjónarkennarinn minn var mjög strangur kennari, stór- og mikilmenni, Sverrir Diego sem lést fyrir nokkrum árum. Ég man alltaf þegar verið var að afhenda einkunnirnar úr samræmdu prófunum var stressið talsvert mikið. Sverrir kallaði hvern nemanda upp að skrifborði sínu og lét nokkur gullkorn, eins og honum einum voru lagin, falla við hvern og einn. Ég bar talsverða virðingu fyrir Sverri en stóð jafnframt nokkur stuggur af honum. Hann kenndi mér ensku sem ég var og er blessunarlega nokkuð góður í. Þegar kom að mér að stíga upp að borði kennarans, með talsverðan beyg í brjósti, horfði hann lengi (heila eilífð) í augun á mér ... og sagði loks: Jæja Markús, þú ert einn fárra í þessum bekk sem náði því að fá A.
Ég get ekki lýst með orðum léttinum yfir þessarri niðurstöðu. Ég vil óska öllum þeim sem eru að taka samræmdu prófin þessa dagana góðs gengis í þeim, og auðvitað sérstaklega henni Kristínu Aldísi minni!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Samræmdu prófin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er reynsla fánýti?
31.3.2008 | 11:14
Byr hefur gert starfslokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri frá áramótum. Níu þessara kvenna eru á sextugsaldri og hafa lengi starfað hjá fyrirtækinu.
Það er talað um að þessar konur hafi fengið starfslokasaming en ég spyr nú bara hvað er það annað en uppsögn," segir Valgerður Marinósdóttir, sem í fjörutíu ár starfaði hjá sparisjóðunum sem nú eru sameinaðir undir heitinu Byr. Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í bankageiranum sannfærðu yfirmennirnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum," segir Valgerður.
Já, reynslan er einskis virði.
Otis Redding
28.3.2008 | 10:11
Hvað???
1.3.2008 | 08:59
Ég skildi ekki þessa fyrirsögn, og gat varla stautað mig fram úr fréttinni. Annað hvort er ég orðinn lesblindur eða mbl er hætt að gera þá kröfu til starfsmanna sinna að þeir kunni íslensku.
En myndin hefur sjarma eins og fleiri myndir frá þessum tíma. Þó mér finnist nú svipurinn á sumum karlmannanna ekkert sérlega huggulegur.
Lenti fyrir 57 árum á einni kunnustu ljósmynd 20. aldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Beltin geta bjargað
19.2.2008 | 12:52
Ég hef ekki haft mikla lyst á að blogga um umferðina, en stundum brestur mann þolinmæðina. Það sem hér um ræðir er hræðilegt slys sem við öll ættum að láta kenna okkur ákveðna lexíu.
Þannig var að bíl var ekið á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Tveir ungir menn, á átjánda aldursári voru í bílnum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglu voru þeir báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og meiðsl þeirra talin alvarleg.
Annar mannanna var fluttur til Reykjavíkur og liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hinn var fluttur á sjúkrahús á Akranes, er með meðvitund og líðan hans er ágæt eftir atvikum. Í Skessuhorni kemur fram að bílnum hafi verið ekið á miklum hraða upp Vesturgötu en þar hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á húsvegg. Höggið var svo þungt að hluti veggjar og gluggi á jarðhæð hússins þeyttust inn. Enginn var í þessum hluta hússins þegar ákeyrslan var, en þar er svefnherbergi. Bíllinn er gjörónýtur. Vitni sem Skessuhorn ræddi við og statt var í nærliggjandi götu sagði að höggið hafi verið svo mikið að hann hélt að sprenging hafi orðið í húsinu.
Samkvæmt því sem sagt var í fréttum Bylgjunnar í morgun voru ungu mennirnir ekki í öryggisbeltum. Á mynd af bílnum sem fylgdi fréttinni víða sést greinilega að loftpúðar sprungu út, sem þýðir að hefðu piltarnir verið í öryggisbeltum hefðu þeir ekki slasast eins alvarlega og raun ber vitni. Loftpúðarnir einir og sér bjarga engu, þeir eru hugsaðir til að vinna með öryggisbeltum bifreiða til þess að minnka líkamstjón.
Ungu fólki nú, eins og oft áður virðist finnast það töff að vera ekki í öryggisbeltum. Nú er lag að reyna að koma því inn að það sé töff að nota þau! Allavega miklu meira töff en að vera örkumla eða andaður!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)