Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Undarlegt
9.6.2008 | 15:35
Vill einhver útskýra fyrir mér hvers vegna Glitnir fær peningana úr því mennirnir voru sýknaðir í Hæstarétti? Eða er það náttúrulögmál á Íslandi að bankarnir sigra alltaf?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Peningarnir komnir til Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Merkileg nýjung - en spurning um gagnsemi
14.4.2008 | 15:52
Lögregluembætti víða um heim hafa tekið upp þá nýlundu er kallast fingrafaraskoðun. Með þeim hætti munu menn telja að hægt verði að greina hver skilur eftir sig húðfitu á hlutum sem finnast eða eru skildir eftir á glæpavettvangi. Vísindamenn telja að engin tvö fingraför séu eins og því muni þessa nýja tækni reynast bylting við að hafa uppi á brotamönnum. Ég verð að segja að ég er efins um þessa nýju tækni, ekkert mun reynast þeim sem eltast við glæpamenn jafn haldgott við lausn glæpamála og gamla góða hyggjuvitið og innsæið. Allt raup um aðferðir vísindanna er oftast nær bóla sem engu skilar til lengri tíma litið.
Góðar stundir.
Fingrafarið kom upp um þjófinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vírusviðvörun
7.4.2008 | 20:51
Þetta fékk ég sent á tölvupósti í dag:
Viðvörun til allra sem þú þekkir. Ef þið fáið Powerpoint
tölvupóst sem heitir 'Welcome to the matri ps..' þá megið þið alls ekki opna
hann. Þar kemur fram mynd í 10 sekúndur og síðan birtist texti 'Your hard drive
is over' og þá er öll viðbrögð um seinan, allt er horfið úr tölvunni!
Þetta er nýtt vírus prógram sem var hannað af frönskum aðila sem kallar sig
Nwin.
Sendu þetta áfram til allra.
Milljónamæringurinn
4.4.2008 | 13:02
Ég sem hélt ég hefði unnið fleiri milljónir króna þegar ég fékk svona póst um daginn. Vonbrigðin eru ólýsanleg.
En ég á þó alltaf inni milljónirnar sem ég fær fyrir að aðstoða heiðarlegan bankastarfsmann Robert LeBlanc við að losa stórfé út úr Credit Suisse Bank, það getur bara ekki verið lygi. Enda greinilegt að bankinn á ekkert að lúra á þessum peningum, arfi eftir moldríkan kall. Robert getur ekki verið annað en gæðasál og strangheiðarlegur, maðurinn er búinn að segja mér hvað konan hans er gömul og börnin hans tvö, þetta hlýtur að vera hinn vænsti maður. Eins og hann orðaði það sjálfur: All I need from you is your most honest, sincere and understanding co-operation. Maður sem kemst svona að orði hlýtur að vera heiðarleikinn uppmálaður. Nú. Til enn frekara marks um hve heiðarlegur Robert LeBlanc er, má ekki gleyma einu; hann er búinn að gefa mér símanúmerið sitt.
Ég ætla að hringja í hann á næstunni. Reyndar í beinni útsendingu. Fylgist með.
Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Otis Redding
28.3.2008 | 10:11
Það er mikið til í þessu
11.3.2008 | 21:48
Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41.
Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu.
Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.
Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?
Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.
Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.
Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?
Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara.
Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern vegin mín sök.
Tölvur og tækni | Breytt 12.3.2008 kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bulla meira - borga svipað
11.3.2008 | 21:20
Í síðustu viku hringdi ungur sölumaður frá símafyrirtækinu SKO sem vildi endilega bjóða hraðvirkari internet tengingu á sérstaklega lágu verði. Sú hugmynd kom upp að tengja alla síma heimilisins við dreifikerfi SKO því það væri svo ódýrt. Aðeins einn GSM sími hefur verið áskriftarsími en tveir með frelsi og fann sölumaður SKO-sins ekkert að því að hafa það þannig áfram. Í dag þegar SKO-ið varð virkt bárust aftur á móti dularfull sms í númerið sem hafði verið áskriftarnúmer, sem bentu til þess að bæta þyrfti við inneign símans. Þetta fannst notanda símans í hæsta máta dularfullt og hringdi snarlega í SKO. Og svörin voru einföld, sko. Allt GSM símkerfi SKO byggist sko á frelsi en ekki áskrift og þetta átti sölumaðurinn að vita, sem þó seldi allt aðra hugmynd. Þannig að nú er sími sem er mjög mikið notaður allt í einu orðinn frelsissími með öllu því ófrelsi sem því fylgir. Mér finnst þetta satt að segja í hæsta máta furðuleg sölumennska og nú er rætt í fullri alvöru á þessu heimili að snúa til baka til gamla dýra símafyrirtækisins. Svona til að kóróna vitleysuna var hringt frá SKO og aftur reynt að bjóða hraðvirkari internet tengingu; það var nefnilega ekkert búið að gera í því máli sem var þó upphafið á þessum ósköpum. Nú spyr maður líka, ætli heimasíminn sé nokkuð orðinn SKO sími?
Hjálp!
Fljúga menn í París?
14.2.2008 | 10:53
Flugi í París aflýst vegna verkfalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)