Bleikt....?

Ætli flestum myndi ekki bregða ef svona vera kæmi að manni útúr myrkrinu, ég held meira að segja að friðsemdarmaður eins og ég myndi slá frá sér ef svífandi kæmi annarleg vera íklædd gylltum leggingsbuxum, svörtum hermannaklossum, bleiku ballerínupilsi, bleikum bol og með bleika loðhúfu á höfði.  Ég yrði skelfingu lostinn.

En að öllu gamni slepptu vona ég auðvitað að árásarmaðurinn finnist.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lýst eftir vitnum að líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú víst að vera leiðinlegur Markús en hví finnurðu hjá þér tilfinningu til að gera að gamni þínu þegar þú lest um að maður hafi verið sleginn í andlitið með flösku?

Við Íslendingar skemmtum okkur á stórfurðulegan hátt; líkt og skógarhöggsmen þegar þeir fá frí líkt og Haraldur Ólafsson mannfræðingur orðaði það. Gerum síðan létt grín að afurðum fyllirísruglsins. Ömurlegt segir ég og tími til að breyta til.

Með hreinskilinni kveðju Sigmar Þormar, Kópavogi

Markús að gamni sínu? (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:23

2 identicon

Var hann á leiðinni í homma gönguna í Reykjavik

adolf (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:42

3 identicon

Mér myndi eflaust bregða við svona veru við allar aðstæður NEMA á Þjóðhátíð í eyjum.  Vona svo sannarlega að ofbeldismaðurinn finnist, enda á hann ekkert gott skilið eftir svona harkalega líkamsárás.

Ólafur (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ekki gott að segja hvert hann ætlaði, en maðurinn er greinilega ekki verr haldinn en svo að hann geti greint frá atburðum næturinnar, kannski að flaskan hafi verið úr plasti. Stundum eru atburðalýsingar einfaldlega svo fáránlegar að maður getur ekki annað en slegið á létta strengi þó svo ég óski engum þess almennt að vera barinn með flösku eða nokkru öðru ef út í það er farið. Svona atburðir eru samt ástæða þess að mig langar lítið að mæta á svona fíflasamkomur, þar sem megintilgangurinn virðist vera að verða svo mökkölvaður að minningar um gleðina eru engar, nema hjá þeim sem eru svo óheppnir að lenda í einhverjum pústrum eða verra. Það er ekki eftirsóknarvert í minni bók. Ég veit ekkert um hvort þú, Sigmar, hegðir þér eins og skógarhöggsmaður þegar þú ert í fríi, ég geri það ekki og áskil mér allan rétt til að gera grín að öllum sem það gera, þegar þannig liggur á mér.

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: egvania

 Markús ef satt skal segja þá get ég ekki fundið nokkurt grín í þessu og þetta svífandi -  annarleg vera, hvers vegna telur þú að manneskjan hafi verið svífandi? 

 Til allra hamingju eru ennþá til ungmenni sem þora að klæða sig í annað en það sem reglan segir að vera öðruvísi er bara gaman. Það er hægt án þess að svífa ekki satt.

En í lokin þú átt góða punta hér og gaman að skoða hjá þér er svoddan dóni að kvitta ekki fyrir innlitið.

Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 7.8.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þakka þér fyrir innlitið Ásgerður. Ávallt velkomin .

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2008 kl. 15:59

7 identicon

Ég verð að segja að ég styð bleika manninn vegna þess að allir sem hafa komið á þjóðhátíð hafa eflaust séð marga skrautlega karaktera í kjánalegum búningum, sér og öðrum til skemmtunar og er það tvímælalaust ómissandi partur af þjóðhátíð. Auk þess þarf maðurinn ekkert endilega að hafa verið ofurölvi (þó að líkast til hafi hann verið það miðað við tíma og staðsetningu) til þess að klæðast svona búning. Ég vona að árásarmaðurinn finnist og verði látinn fara fyrstur í flokki niður laugarveginn á laugardaginn í sömu múnderingu og maðurinn sem hann réðst á og vonandi slær einhver hann með flösku í andlitið

Bleikur (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég ætla nú ekki að mæla með að einn eða neinn verði sleginn með flöskum, en það er góð hugmynd þetta með gleðigönguna...

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband