Kæruleysi

Vinkonur einar fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákvaðu að pissa bakvið einhvern legstein þar. 

Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu.  Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teigt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi.

Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði;

“Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt.”
“Það er nú ekkert,” sagði hinn, “Mín kom heim með kort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.”
 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Góður!

Fékk mig til að grenja úr hlátri!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Mér finnst þeir nú taka þessu heldur vel, herrarnir. Er hrædd um að mín myndi ekki taka vel borða á milli rasskinna makans og hvað þá með kveðju frá öllum á slökkvistöðinni

Sporðdrekinn, 15.10.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Skattborgari

En hvað ég er heppin að vera einhleypur því að ég mun aldrei lenda í þessi með kellinguna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.10.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Meira pjattið þetta þurrkustúss hjá pæjunum...bara vesen 

Sigþrúður Harðardóttir, 16.10.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe... svona er nú bara lífið krakkar mínir.

Markús frá Djúpalæk, 16.10.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Vignir Arnarson

Krúsi pungur húmor hefur

á blogginu hann léttir lund

en hann er líka "gamall" refur

Sem lesum við á góðri stund.........

Hefði nú getað endað þetta öðruvísi Markús minn en kunni bara ekki við það hér vinur .

Vertu í bandi við mig félagi....

Vignir Arnarson, 18.10.2008 kl. 14:00

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Var að spá í að leggja orð í pung....belg meina ég en Vignir sló mig útaf laginu með þessum kveðskap svo ég fór að hugsa um punga í staðinn fyrir eitthvað mjög gáfulegt að segja hér..varðandi blóm og kransa...

En djókurinn er góður..

Brynja Hjaltadóttir, 20.10.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband