Merkileg tíðindi - blessað barnalán

Bakarinn Jóhann Margeirson hefur lært ýmislegt eftir að hann eignaðist dóttur nýverið með Soffíu, unnustu sinni. Til að mynda að skipta um bleiur. Áður vissi hann ekki einu sinni hvernig þær ættu að snúa. Hann hefur líka lært að hita upp pela. Hins vegar kvartar hann yfir því að dóttirin, Ellisif, hafi engan áhuga á því að hann baki fyrir hana. Þó er hann búinn að prófa margar nýjar uppskriftir til að ganga í augun á henni.

Ef ég ætla að troða í hana snúði, þá grætur hún allan tímann," segir Jóhann. Hann segist hins vegar sleppa því að gefa henni sitt sérbakaða heilhveitirúnnstykki. Það er nægur tími til þess síðar, segir bakarinn knái að lokum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lærir ýmislegt í föðurhlutverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Alveg makalaust hvað okkur kemur margt við...

Sniðug færsla

Sigþrúður Harðardóttir, 19.9.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Auðvitað kemur okkur þetta við

Markús frá Djúpalæk, 19.9.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er einmitt búin að vera að velta því fyrir mér hvort að maðurinn læri eitthvað af því að verða faðir. Ég er ekkert smá fegin að þessu var svarað fyrir mig á mbl, ég var hætt að geta sofið!

Vel bökuð saga hér að ofan

Sporðdrekinn, 19.9.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nýbökuð meira að segja. Bæði móðir barnins og sagan

Markús frá Djúpalæk, 19.9.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband