Tryggingafélögin vilja alltaf hafa belti og axlabönd

corolla 

Ég minnist þess þegar ég ungur maður tryggði bílinn minn hjá tryggingafélaginu Ábyrgð, tryggingafélagi bindindismanna. Það félag er ekki til lengur, hvort sem um er að kenna fækkun bindindismanna eða því að aðrir buðu betur.

Svo brá við eitt sumarið að ég fékk lítið lettersbréf frá þessu fína tryggingafélagi sem ég hafði tryggt hjá tjónlaust í einhver 3 ár. Sem nota bene er óratími fyrir 22 ára gamlan mann. Í bréfinu tilkynnti tryggingafélagið mér að þar sem ég væri bráðungt kvikindi, ekki orðinn 25 vetra neyddist það til að hækka hjá mér iðgjöldin um 25 af hundraði. Aðeins. Skoðuðu ekkert ökuferilinn og enn síður hvernig bíl ég ætti. Enda svona ofurbílar eins og nú eru til varla fáanlegir, einn og einn ungur sveinn átti japanskan GTi bíl, en flestir óku nú um á kraftminni farartækjum.

Mér fannst þetta mjög skrýtin ráðstöfun, talaði við tryggingafélagið sem var einart í afstöðu sinni um að hækka iðgjöldin hjá mér og öðrum ungmennum um helling. Ég sagði þeim upp í snatri, fór yfir til VÍS þar sem ég borgaði minna en hjá bindindismönnunum.

Örskömmu síðar gekk Ábyrgð í fjöll, rann saman við Sjóvá og hefur ekki til þess spurst síðan.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Tryggir ekki kraftmikla létta bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þetta gekk bara ekki lengur fyrst eini bindindismaðurinn var farinn annað

Sigþrúður Harðardóttir, 18.7.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hræðileg örlög svona félags

Markús frá Djúpalæk, 18.7.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband