Ó, náttúra

Svo virðist sem einhverjir af þeim rúmlega 30 þúsund manns sem sóttu stórtónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum í gær hafi misskilið boðskap þeirra. Mikið af rusli einkum áldósir lá eftir í brekkunum fyrir ofan Þvottalaugarnar.

Tónleikarnir báru yfirskriftina náttúra og voru haldnir til heiðurs íslenskri náttúru. Því hefði mátt ætla að gestir hefðu gengið betur um náttúru Laugardalsins en raun bar vitni eftir tónleikana. Ruslið var hreinsað í nótt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Fyndið held að í mesta lagi 50-100manns hafi komið útaf náturúnni restin til að kemmta sér.

Skattborgari, 29.6.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þarna komu allir til að skemmta sér saman við að hlusta á frábæra listamenn flytja okkur magnaða tónlist. - Og sameinast um að hugsa vel um landið okkar. - Svo eru það þessir sem allstaðar verða sér til skammar, sem alltaf ber mest á, slóðarnir . - En það hefur víst hver sinn djöful að draga, við Íslendingar jafnt sem aðrir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Finnst þetta ekkert skrýtið, þetta var nefnilega í Reykjavík.

Eiríkur Harðarson, 30.6.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband