Veiðisumarið lítur ágætlega út

..og byrjar ágætlega. Okkur tókst að minnsta kosti loksins að vekja athygli í útlöndum fyrir eitthvað. En mér fannst samt ljótt að fella björninn, án þess að ég hafi nokkurt vit á hvort það var eina lausnin í stöðunni eða ekki. Ég hef aldrei farið á bjarndýrsveiðar, ætla mér það ekki ótilneyddur og get ekki dæmt um hvort það var nauðsynlegt að skjóta hann. En Ísland hefur komið á nýjum Ísbjarnarblús sem án efa á eftir að óma lengi...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Sammála þér, mér fannst þetta sorglegt. Það hlýtur að hafa verið hægt að gera eitthvað annað. Held að þeir hafi bara verið svo hræddir að þeir flýttu sér að skjóta hann.

Linda litla, 5.6.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég held ég yrði ekkert glaður að vita af hvítabirni á rölti í Breiðholtinu ...

Markús frá Djúpalæk, 5.6.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Linda litla

heheehe eðlilega ekki, en við getum ekki líkt Breiðholtinu við Þverárfjallið. Ég er samt svekkt yfir því að hann skuli ekki frekar hafa verið þarna á morgun af því að ég er fara norður í fyrramálið og leið mín liggur einmitt yfir Þverárfjall. Það hefði verið gaman að sjá ís/hvítabjörn með eigin augum í eigin persónu. En svona er þetta, maður getur ekki fengið allt sem maður vill.

Linda litla, 5.6.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Munum bara að biðja næsta hvítabjörn að bíða eftir þér

Markús frá Djúpalæk, 5.6.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband