Skelfing

Því miður finnst mér rússar ekki eiga sigurinn skilinn, nema kannski fyrir skautadans. Hræðilegt lag. Hræðilegt! 

Tóneyra veraldarinnar er greinilega skaðbrennt eftir að það svaraði í straujárn í stað síma. Góðar stundir.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins

 


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Algerlega sammala...from London

Brynja Hjaltadóttir, 24.5.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Ég hata þetta eurovision drasl :(

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 24.5.2008 kl. 22:21

3 identicon

Welkom to East-rovision. Kúrve´ho

Óskar (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Örný Perný :D

Alveg sammála með lagið. Alveg hörmung. Ég hefði viljað sjá Úkraníu eða Armeníu frekar en Rússa.  OG svo þessi nágranna stig.  Urrr er frekar reið yfir þessu öllu saman.

Örný Perný :D, 24.5.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Í kjallaranum.. dúa.. common elskan, ég er viss um að þú horfir á þetta í laumi. Ég hef alltaf lúmskt gaman að vibbanum.. og það leyndust ok lög innan um.. ok ofsalega fá.. og Rússland var ekki eitt þeirra.. well, we´ll live!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst ferlega fyndið hvað allir eru fúlir yfir austantjaldsþjóðanágrannastigagjöfum (langt orð maður.....)

Hitt finnst fólki alveg sjálfsagt að Skandinavar haldi með og gefi hvor öðrum stig.

Rússinn var flottur

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Landi

Ææ vonandi hættum við að senda fólk í þessa keppni og spörum okkur milljónir kr á þessari vitleysu.

Landi, 25.5.2008 kl. 01:24

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Berin voru súr..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.5.2008 kl. 01:48

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Iss, en þetta er bara til gamans gert. Krakkarnir stóðu sig vel og hvað er hægt að ætlast til meira? Jú, kannski að fá fólk til að hætta að gefa atkvæði fyrir skautadans og bringuhár og hlusta aðeins á tónlistina. Ég er meira spældur fyrir hönd Portúgal en Íslands, t.d. Það lag varð í 2. sæti á seinna undanúrslitakvöldinu, á eftir Úkraínu, en lenti svo bara í 13. sæti í úrslitunum. Sænska lagið var dómnefndarlag inn í keppnina, þannig að allar spár um ægilega velgegni þess lags voru byggðar á sandi. En brosum bara að þessu, förum ekki í vonlausa fýlu útaf einhverjum "klíkuskap", höfum ekki efni á því. Verðum með að ári og gerum enn betur þá!

Markús frá Djúpalæk, 25.5.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband