Ljóð dagsins

Vor í Vaglaskógi
Lag: Jónas Jónasson. Ljóð: Kristján frá Djúpalæk.

 

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum.
Leikur í ljósum lokkum hinn fagnandi blær.

Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg
við skulum tjalda í grænum berjamó.
Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær,
lindin þar niðar og birkihríslan grær

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum.
Leikur í ljósum lokkum hinn fagnandi blær.

Daggperlur glitra um dalinn færist ró
draumar þess rætast sem gistir Vaglaskóg
Kveldrauðu skini á krækilyngið slær
kyrrðin er friðandi mild og angurvær.

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum
Leikur í ljósum lokkum hinn þaggandi blær.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


 

 


mbl.is Hálka víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband