Valur - 30. marz 2008 - mikilvægur dagur!

ValurNú er mikið um að vera bæði í handbolta og körfubolta.

Valsmenn gerðu góða ferð á Selfoss á föstudagskvöldið. Þar vannst 89-83 sigur gegn FSu eftir gríðarlega háspennu og framlengdan leik. Leikurinn var frábær skemmtun enda fjölmenntu Valsmenn og studdu strákana af krafti og með mikilli stemmningu. Valur leiðir þar með einvígið um að komast upp í Iceland Express deildina 1-0 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst upp. Næsti leikur er er í kvöld í Vodafonehöllinni klukkan 19.15 og ef einhvern tíma var þörf á að mæta og hvetja strákana þá er það í kvöld.

Svo mætir handboltaliðið efsta liði deildarinnar, Haukum á Ásvöllum kl. 16 í dag. Það er gríðarlega mikilvægt að Valsmenn mæti og styðji drengina enda ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá Val. Haukar eru með gott forskot í deildinni og hafa 7 stig á Valsmenn sem nú eru í þriðja sæti deildarinnar. Með sigri kemst Valur í 2. sæti deildarinnar, uppfyrir Fram og nær að saxa aðeins á forskot Hauka. Með sigri minnkar munurinn í 5 stig, það er slatti af stigum eftir í pottinum og eins og við vitum er ótrúlega margt sem getur gerst í lokaumferðunum, eins og sannaðist í fótboltanum í fyrrasumar!

Valsmenn mætum og styðjum drengina til sigurs en það er ekkert skemmtilegra en að vinna Hauka á Ásvöllum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Bahh humbögg!!!!

Þórður Helgi Þórðarson, 30.3.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Enga öfund - komdu frekar með

Markús frá Djúpalæk, 30.3.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þó okkar lið hafi unnið þá lutu mínir heimamenn líka í gras,svo ég segi að reynslumeira liðið hafi unnið. Þá vil ég ljúka þessu á því að óska eftir því að þú komir hingað austur fyrir fjall, náir í mig til þess að ég geti sameinast hinum Valsmönnunum í sigurgleðinni. Vonandi er ég ekki að hlaupa á mig.

Eiríkur Harðarson, 30.3.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eiríkur það væri mér sannur heiður, en því miður verð ég sjálfur fjarri góðu gamni í kvöld. Skyldan kallar og ég þarf að vera annars staðar milli kl. 20 og 22 í kvöld.

Markús frá Djúpalæk, 30.3.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Valsmaður! Það hlaut að vera, Áfram Valsmenn!!!

Sporðdrekinn, 31.3.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband