Bulla meira - borga svipað

pink_phone_smallÍ síðustu viku hringdi ungur sölumaður frá símafyrirtækinu SKO sem vildi endilega bjóða hraðvirkari internet tengingu á sérstaklega lágu verði. Sú hugmynd kom upp að tengja alla síma heimilisins við dreifikerfi SKO því það væri svo ódýrt. Aðeins einn GSM sími hefur verið áskriftarsími en tveir með frelsi og fann sölumaður SKO-sins ekkert að því að hafa það þannig áfram. Í dag þegar SKO-ið varð virkt bárust aftur á móti dularfull sms í númerið sem hafði verið áskriftarnúmer, sem bentu til þess að bæta þyrfti við inneign símans. Þetta fannst notanda símans í hæsta máta dularfullt og hringdi snarlega í SKO. Og svörin voru einföld, sko. Allt GSM símkerfi SKO byggist sko á frelsi en ekki áskrift og þetta átti sölumaðurinn að vita, sem þó seldi allt aðra hugmynd. Þannig að nú er sími sem er mjög mikið notaður allt í einu orðinn frelsissími með öllu því ófrelsi sem því fylgir. Mér finnst þetta satt að segja í hæsta máta furðuleg sölumennska og nú er rætt í fullri alvöru á þessu heimili að snúa til baka til gamla dýra símafyrirtækisins. Svona til að kóróna vitleysuna var hringt frá SKO og aftur reynt að bjóða hraðvirkari internet tengingu; það var nefnilega ekkert búið að gera í því máli sem var þó upphafið á þessum ósköpum. Nú spyr maður líka, ætli heimasíminn sé nokkuð orðinn SKO sími?

Hjálp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hef lent í þessum aðstæðum, flutti mig yfir til OGvodafone meðan það var og hét. Hvorki reikningurinn né þjónustan batnaði þannig að ekki var nú erfitt að taka ákvörðun um annað símafyrirtæki, sem hefur aðeins bætt sig eftir hina"yfirleitt"gervisamkeppni á borði þó er hún alltaf gríðarlega hörð í orði(munni)fjölmiðlafulltrúanna.

Eiríkur Harðarson, 12.3.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er SKO betra

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

...að lesa smáa letrið

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

SKO - það var bara ekkert letur - nema ég sé orðinn svona sjóndapur í ellinni

Markús frá Djúpalæk, 12.3.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þá skil ég gremju þína SKO!

Í mínu tilfelli þá fer illu heilli saman síþverrandi sjónin og CRAFT á hástigi, en ég man ekki til þess að hafa látið blekkjast til að kaupa mér frelsi sem reyndist svo bara helsi í felulitum sko... 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Maður lætur alltaf blekkjast  - eða alltof oft....

Markús frá Djúpalæk, 12.3.2008 kl. 15:35

7 identicon

Sko er í eigu Hroðafón, verður að forðast allt sem tengir Hroðafón

Þeir lokuðu þrisvar síma hjá aldraðri konu með neyðarhnapp, ástæða lokunar? ja það veit enginn því engin var skuldin. Gamla konan hinsvegar var án síma og neypðarhnapps í 2-4 daga í hvert sinn og hefði ekki getað kallað á hjálp ef eitthvað hefði gerst (se reyndar í hennar tilfelli er nokkrum sinnum á ári)

Ég tel gáfulegt að eiga engin viðskipti við símafélag sem gæti orðið fólki að fjörtjóni og biðst ekki einusinni afsökunar á því.

Dórinn (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:29

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski maður ætti bara alveg að hætta að vera með síma....?

Markús frá Djúpalæk, 13.3.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband