Frétt af ruv.is

Eigum við að vera róleg?

 

Lögregla í Svíþjóð og Noregi hefur handtekið 6 menn grunaða um að safna fé til hryðjuverkastarfsemi. 3 mannanna voru teknir í Ósló og 3 í Stokkhólmi í samræmdum aðgerðum lögreglu. Lögreglan á báðum stöðum segir málið mjög alvarlegt en vill ekki upplýsa um hvar átti að vinna ódæðisverk. Hjá einum mannanna fundust upplýsingar um verustað manns sem teiknað hefur myndir af Múhameð í þarlend blöð.

Lögreglan í Ósló segir að málið sé sérlega alvarlegt vegna þess að á síðustu vikum hafa komið fram upplýsingar um að hryðjuverkamenn láti unglinga af afrískum uppruna safna fé í landinu til að fjármagna ódæðisverk í Austur-Afríku.

Í morgun var látið til skarar skríða og lykilmenn í þessari starfsemi, að því er lögregla telur, handteknir.

Lögreglan vill ekki upplýsa um hvar nota átti féð en segist þess fullviss að hryðjuverk hafi verið á döfinni - þó ekki endilega á Norðurlöndum. Þó vekur það óhug að hjá einum mannanna fannst teikning sem sýnir hvar Svínn Lars Vilks býr. Hann hefur teiknað myndir af spámanninum Múhameð í sænsk blöð og verið hótað lífláti og fer nú huldu höfði.

Allir hinna handteknu eru frá Sómalíu og tengja peningasendikerfi sem kallast Hawala og byggir á að koma söfnunarfé úr ýmsum löndum heim til Sómalíu. Lögreglu hefur lengi grunað að þetta kerfi væri notað til að standa straum að illvirkjum einkum meðal múslíma í Austur-Afríku.

Yfirmaður norsku leynilögreglunnar, Jörn Holm, sagði í morgun að full ástæða væri til að ætla að hættulegir hryðjuverkahópar störfuðu í landinu. Þó væri um fáa menn að ræða en þeir reyndu að fá saklausa unglinga í lið með sér við að safna fé með betli og smáránum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held ekki að við þurfum að vera mjög óróleg yfir þessu hérna heima, þjóðfélagið okkar er það fámennt að svona hópur/ar gætu tæplega verið hér án þess að það spyrðist fljótlega út.

Eins er betl varla liðið  hér á landi, helst að maður hafi séð alíslenska unglinga stunda það á Hlemmi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband