En hvers vegna, hvers vegna?

Það virðist hafa verið býsna erfitt í gegnum tíðina að breyta dómvenju á Íslandi. Svo virðist vera sem dómendur vilji gera það hægt og hægt en ekki með einhverjum látum. Það hefur samt slæm áhrif á réttarvitund allra sem til sjá hve glæpir sem snerta peninga virðast oft vera litnir alvarlegri augum af dómstólunum en glæpir gegn fólki, eins og ofbeldisglæpir þeir sem hér hafa verið til umfjöllunar. Það vekur líka furðu fólks þegar refsing er lækkuð milli dómstiga í jafn alvarlegum glæp eins og í þeim sem hér um ræðir. Mig grunar, þó ég vilji ekki vera að gera dómurunum upp einhverjar hugsanir, að þeir hafi litið á samþykki konunnar til kynlífsathafna sem einhvers konar ástæðu til að minnka refsingu afbrotamannsins.

Eins og fram kemur í dóminum fór konan með manninum í herbergi þar sem þau afklæddust og það er í sjálfu sér ekkert að því hana hafi langað að eiga notalega stund með þessum manni. Það sem svo á eftir fylgir er greinilega svo heiftarleg og hryllileg árás á konuna sem í sakleysi sínu er að sænga með þessum manni að nægt hefði hverjum manni til að dæma hann til að minnsta kosti tvöfaldrar þeirrar refsingar sem hann að lokum hlaut. Þær bætur sem honum er gert að greiða konunni eru líka smánarlegar og Hæstarétti til minnkunnar að hafa lækkað þær!

Innan mjög skamms tíma verður þessi maður kominn út aftur og farinn að tæla konur heim með sér, með fagurgala til þess eins að misþyrma þeim að því er virðist. Svona menn verður að stöðva og það verður ekki gert með því einu að dæma þá til korters fangelsisvistar, dómstólar landsins verða að bæta um betur þegar sekt í svona alvarlegu líkamsárásarmáli liggur ljós fyrir.

Það er krafa allra góðra manna.


mbl.is Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

heyrheyr!

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 

Maðurinn er núna frjáls ferða sinna, hann er farinn úr landi. Er "í fríi erlendis" segir lögmaður hans!

Farbann sem hann var úrskurðaður í, rann út áður en Hæstiréttur staðfesti dóminn yfri honum. Lögmaður hans segir að hann sé "í fríi" erlendis.

Hvernig samfélagi búum við í, hvernig dómskerfi er það, þar sem fádæma hrottaskapur er ekki tekinn alvarlegar en svo að menn fá svo bara að skreppa í frí.

Þessi portúgali mun auðvitað aldrei koma til Íslands aftur og aldrei afplána dóminn.

Marta B Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er líkast til rétt hjá þér Marta. Fólk sem er í atvinnuleit má svo ekki fara í frí til útlanda, því þá missir það bæturnar sínar. Beside the point, en samt!

Markús frá Djúpalæk, 17.9.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband