Er þetta ekki ástæðan?

Alltaf tekst okkur íslendingum að haga okkur eins og villimenn. Það er eins og sumum okkar takist til dæmis aldrei að standast freistinguna að svindla á kerfinu með einum eða öðrum hætti. Um leið og finnst smuga þá er það gert. Kannski er það að sumu leyti vegna þess að ýmis kerfi virðast hygla einum en ekki öðrum og þeir sem ekki fá hyglinguna (er það orð, annars?) reyna allt til að komast í hópinn. Þetta leiðir smám saman til þess að hyglingin verður aflögð eða gerð fáránleg, eins og að þurfa að hafa sérstaka eftirlitsmenn í strætó. Kommon!

Eðlilegast væri að allir fengju frítt í strætó, eða að gjaldtaka fyrir notkun þessarra gulu vina okkar væri þannig að efnahagnum stæði ekki stórhætta af henni.


mbl.is Svindl með strætókort stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil frekar leggja niður strætó heldur en að búa við svona mikinn sósíalisma að hafa ókeypis í strætó.

Það hefur alltaf verið erfitt að reka strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu og mun það ekkert breytast á næstunni. Ástæðan er sú að flestir eiga efni á einkabíl og að við höfum fáa íbúa yfir stórt svæði (því ekki jafn hagkvæmt og að reka samgöngur í þéttum stórborgum). Viljum við í alvöru henda mörgum milljörðum í dæmi sem mun alltaf ganga illa?

2/3 af bílatengdum sköttum/álagningum fara í gróða hjá ríkinu á sama tíma og það er niðurgreitt strætó... Miklu betri hugmynd að lækka álagningar á bíla/bensín um helming og sætta okkur við það að einkabíllinn er ríkjandi og verður það áfram allavega næstu áratugina.

Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband