Á að færa okkur nær þeim - eða þá niður?

Það varð allt vitlaust, í korter eða svo, fyrir tæpum fjórum árum þegar nýtt eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra var samþykkt. Með þeim breytingum náðu þessir tveir hópar eftirlaunaréttindum sem voru margfalt á við það sem gerist meðal almennings. Þjóðfélagið fór reyndar hamförum nokkra stund en svo gerðist eitthvað smælki sem var auðveldara að hafa skoðun á og auðveldara að rífast um og allir gleymdu þessu - að mestu. Málið hefur af og til komið upp í umræðunni en engin breyting orðið á svosem - fyrr en núna - kannski.

En. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru nefnilega breytingar á eftirlaunum þingismanna og ráðherra boðaðar.  „Eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings." Þessu ber að fagna, en spurningin er hvort Austurvallarslektið verður fært niður eða almenningur upp.

Á sínum tíma sagði ástsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að hann vildi breyta frumvarpinu frá 2003. Hann sagði líka að allir flokkar væru sammála um slíkt. Það gerðist samt auðvitað aldrei neitt. Við hættum að skipta okkur af þessu og allir undu glaðir við sitt.  Þegar Halldór lét af embætti sagði hann að ekki hefði náðst samstaða í forsætisnefnd þingsins um umfang breytinganna, enda ekki við því að búast. Það tekur enginn heilvita maður af sér ofurlaun og ofureftirlaun baráttulaust. Fyrr en núna kannski.

Er núverandi ríkisstjórn ef til vill ekki heilvita?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband