Eins og kerlingin sagði...

..sjaldan hefi ég flotinu neitað. Eða var það karlinn sem sagði það.  Ég hefði ekkert á móti því að eiga 400 milljónir, hvað þá að eiga þann gjaldstofn sem veldur þvílíkri skattgreiðslu.

Auðvitað er það bara frábært að fólk hafi svo fínar tekjur að það sé að borga í kringum fjögurhundruðmilljónir í skatt, er það ekki? En það væri gaman aðeins að átta okkur á hvað þessi upphæð er há.  Fyrir 400 milljón krónur er hægt að kaupa 8,9 nokkuð ágæt hús í Reykjavík. Það hægt að kaupa 190 og hálfan Toyota Yaris T-Sport á sértilboði. Það er hægt að kaupa rúmlega rúmlega 2666 flatskjái, tvær manneskjur geta farið 133.333 sinnum í bíó á fullu verði og fengið sér popp og kók. Ævin dugar ekki til, nema maður fari tvisvar á dag í bíó. 

Sá sem á 400 milljónir á sæmilegum bankareikningi sem gefur segjum 7% vexti á ári hefði 28 milljónir í vaxtatekjur á ári eða 25 milljónir rúmar í hreinar tekjur. Það þurfa flestir að lifa af minnu en það.

Þrátt fyrir að það sé í sjálfu sér mjög gott að til sé auðugt fólk, sem getur látið gott af sér leiða held ég að við þurfum aðeins að fara að velta fyrir okkur kjörum hinna sem ekkert hafa. Þeir eru margir sem kvíða hverjum degi vegna peningaleysis og vonleysis af þeim sökum.

Það er löngu orðið tímabært að jafna kjör fólks í okkar góða og gjöfula landi, en þangað til það gerist ætla ég að láta mig dreyma um að eiga fjögurhundruðmilljónkrónur.


mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

7% vextir af 400 milljónum eru reyndar um 28 milljónir á ári, eða um 2,3 milljónir á mánuði. Svo reyndar greiðir maður 10% fjármagnstekjuskatt af því.

En tilhvers að hafa þetta á hreinu, ekki eins og þetta sé áhyggjuefni fyrir mig og þig

Gunnar Þór (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 10:29

2 identicon

Smá athugasemd vegna útreiknings.

Að eiga 400 miljónir í banka á 7 % vöxtum gefur 28 millj króna í vaxtatekjur á ári, ekki 2,8 millj.  Þetta er ein komma sett á rangan stað.

Þó hitt sé ágætt þá er þetta betra.

Sigurður Tómasson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 10:33

3 identicon

Ef þú átt meira en 20 millur á markaðsreikning hjá Kaupþingi þá færðu 13,35% vexti á ári. Það eru 48 millur að frádregnum fjármagnstekjuskatti, miðað við 400 millur.

Siggi Jóns (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Takk fyrir leiðréttinguna, ég var reiknivélarlaus og notaðist við gemsann við útreikning. Ég hef þegar breytt þessu, enda segja þessar tölur sig sjálfar þegar maður hugsar málið til enda.

Markús frá Djúpalæk, 31.7.2007 kl. 10:56

5 identicon

Ég man ekki betur en að það hafi verið uppi fótur og fit þegar Hreiðar Már gerði kaupréttarsamning við Kaupþing en þeir peningar eru bundnir til einhverra ára ef ég man rétt.   Leyfi mér að efast um að þetta liggi inná bankareikningi þegar hagnaður af hlutabréfum er margfaldur á við innlánsreikninga.   Inná www.m5.is er hægt að sjá að Hreiðar Már er 15. stærsti hluthafinn í Kaupþing sem verður nú að teljast nokkuð gott.    Sigurður Einarsson, Björgúlfur Thor, Bakkabræður og fleiri eru með lögheimili erlendis og greiða skatta þar.   

Linda (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:25

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég á ekki heldur von á að Hreiðar Már kúri með aurana sína í banka og þá síður undir koddanum. Ég var bara að stunda smá reikningskúnstir út frá raunheimi okkar "venjulega fólksins".

Markús frá Djúpalæk, 31.7.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband