Færsluflokkur: Kvikmyndir

Góðan bata...

Kris 

...gamli vinur.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kunnur breskur leikari slasaðist í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meir, ekki meir...

Mér finnst Mike Myers skemmtilegur leikari. Hann var til dæmis ferlega fínn í So I married an Axe murderer, vanmetinni gamanmynd frá 1993. Þar sýndi hann hæfileika sína í að bregða sér í allra kvikinda líka, ekki síst skozkra. Hann var ágætur í Wayne´s world og stórgóður í 54.  

Árið 1997 þegar Mike Myers skaust fram á sjónarsviðið sem alþjóðlegi njósnarinn Mike Myers, fannst mér það óskaplega fyndið. Ég var reyndar yngri þá. Ekki mikið samt og mér finnst fyrstu tvær myndirnar um njósnarann bara takk bærilega fyndnar ennþá. Síðan komu þessi ósköp Goldmember, og annað hvort er ég að verða gamall fretur sem prumpar bara ryki, eða Austin Powers dæmið var þrotið af kröftum. Ég hef ekki getað horft á Goldmember til enda ennþá. Það er eitthvað við þá mynd sem fer ósegjanlega í taugarnar á mér - og nú segir sagan að bæta eigi við fjórðu myndinni. Ég segi bara ... ekki meir ekki meir. Og ef það verður meir, plís vandið ykkur og ekki endurvinna 10 ára gamla brandara.

Mér sýnist nefnilega það sem ég hef séð úr myndinni The Love Guru þar sem Mike leikur gúrúinn sjálfan Pitka, lykta pínulítið eins og Austin Powers með túrban. Hún verður frumsýnd í sumar, og mig grunar að pjakkurinn Bara í Vatnaskógi muni stela senunni. Ég ætla auðvitað að sjá myndina því mér finnst Mike Myers fyndinn, yfirleitt.


mbl.is Bundchen í næstu Austin Powers-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðlífskreppa?

Ísl-enskasta orð sem ég hef séð lengi. En mín tillaga er að Goggi haldi sig við sín gráu hár. Það er mikið flottara.
mbl.is Litar Clooney hárið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn enn töffarinn fallinn

lydiaogcharltonJohn Charles Carter sem síðar tók sér nafnið Charlton Heston fæddist 4.október 1924. Hann hafði mikinn áhuga leiklist frá unga aldri og setti á fót, ásamt eiginkonu sinni, Lydiu, nokkurs konar einkarekið leiklistarhús í bænum Asheville í Norður Karólínu.

Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Dark City frá 1950 og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lék í mörgum af mestu stórmyndum þess tíma þar á meðal Ben Húr og Boðorðunum 10 þar sem hann lék sjálfan Móse. Síðar lék Charlton Heston í frægum kvikmyndum eins og Apaplánetunni, Soylent Green og stórslysamyndinni Earthquake frá 1974. Kvikmyndahlutverkin minnkuðu upp úr miðjum áttunda áratugnum, sennilega að eigin ósk leikarans sem lagði æ ríkari áherslu á hugðarefni sín í pólítík.

Hann var stuðningsmaður Johns F. Kennedy í kosningabaráttu hans árið 1960 og hafði stutt Adlai Stevenson fjórum árum áður.  

Hann barðist hart fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi, hann var mjög á móti McCarthy nefndinni á sínum tíma, barðist fyrir réttindum blökkumanna, barðist gegn Víetnam stríðinu, hann var mikill andstæðingur fóstureyðinga en varð þó illu heilli mest áberandi sem formaður NRA, National Rifle Assocation sem leggur áherslu á rétt manna til vopnaeignar og -burðar. Þó var hann aðeins í forsvari þar í fimm ár af þeim 83 sem hann lifði. Hann sagði eitt sinn á fundi samtakanna að ef andstæðingar byssueignar vildu taka af honum byssuna yrðu þeir að losa hana úr köldum, dauðum krumlum sínum. En reyndar var hann mjög áberandi og umdeildur talsmaður NRA, og hafði um árabil áður en hann varð formaður stutt byssueign með kjafti og klóm.

Charlton Heston hafði gerst æ íhaldssamari með aldrinum og snerist á sveif með Rebúblikönum og frá Demókrataflokknum í kringum 1980.

Það eru um það bil 10 ár frá því að heilsu Hestons fór að hraka, hann greindist með krabbamein árið 1998 og fjórum árum síðar tilkynnti hann að hann væri farinn að sýna merki Alzheimer sjúkdómsins. Heilsu Charltons Hestons hrakaði mjög síðastliðin tvö ár og hann lést í gær á heimili sínu með Lydiu eiginkonu sína til 64 ára sér við hlið.


mbl.is Charlton Heston látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun um næstum heila bíóferð

Það rann upp fyrir mér ljós rétt áðan. Svona bíóljós. Ég fattaði allt í einu að ég fer rosalega sjaldan í bíó. Alltof sjaldan því bíóferð getur verið ágætis skemmtun ef frá eru taldar 20 mínúturnar sem notaðar eru til að auglýsa flatbökur og fjallareiðhjól á undan bíómyndinni. Aftur á móti pirra sýnishorn úr væntanlegum myndum mig eiginlega ekki neitt, nema ef sýnishornapakkinn er alveg úr takti við myndina sem berja á augum, til dæmis ef maður er á barnamynd og það er sýndur fjöldi búta úr þeim ofbeldis- og spennumyndum sem bíóið hyggst sýna á næstunni. Eins og hefur gerst.

En svo sjaldan fer ég í bíó, og þá oftast í boði kvikmyndahússins starfs míns vegna, að ég veit eiginlega varla lengur hvað það kostar stunda þessa hollu skemmtun. Nema stundum um helgar hafa kvikmyndahúsin auglýst það sem þau hafa kallað Sparbíó. Ekki sparibíó, neinei, Sparbíó. Það á semsagt að vera ódýrara fyrir heilu fjölskyldurnar að fara í bíó saman á þeim sýningum sem kallaðar hafa verið Sparbíó. Um síðustu helgi kostaði hver miði á slíka sýningu 450 krónur. Sem þýddi að bíóferðin, fyrir utan popp og kók og allan þann pakka, kostaði 1800 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Vel sloppið svona miðað við annað á Íslandi.

Í helgarblöðunum núna sýnist mér verið að auglýsa nákvæmlega sömu myndirnar og um síðustu helgi, en núna kostar 550 krónur í Sparbíóið. Sem gerir 2200 krónur fyrir sömu fjögurra manna fjölskylduna og áður var nefnd. Semsé hækkun um næstum heilan Sparbíómiða fyrir fjölskylduna, fyrir viku hefði verið hægt að taka Sigga frænda með fyrir sama pening. Þetta er hækkun um rúm 22%. Á að mestu sömu myndir og fyrir viku, maður hefði kannski skilið hækkun á nýinnkeyptar myndir. Nei, menn eru fljótir að hækka allt þegar krónan fellur, en einhvern veginn virðist alltaf vera meiri tregða til að lækka vörunar þegar kvikindið styrkist aftur.

Það er ekki mikið dýrara, og sennilega ódýrara ef fjölskyldan kaupir slikkerí í bíóinu, að kaupa bara myndina á DVD og horfa á hana í heimabíóinu.

Ég fékk í hendurnar í gær upplýsingar um mjög skuggalega hækkun láns hjá einu lánafyrirtækjanna sem ég ætla að skoða betur og blogga um eftir að ég hef skoðað það betur. Það virðist vera sem einhvers staðar, jafnvel víða, hafi fyrirtæki nýtt sér panikástandið í þjóðfélaginu og hækkað vörur og þjónustu mun meira en sem nemur því sem hægt er að skýra með gengisbreytingunni. Verum á verði gagnvart slíku, það er allt reynt.


Halló framleiðendur, Ég vil alveg leika skúrkinn sko...

...en samt ekki, vegna þess að þið getið ekki borgað mér nóg. Nananabúbú. Kveðja Sean. P.s. Ég er samt sætari en Daníel.
mbl.is Bond-illmennið Sean Connery
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð dagsins

baker-youretheoneYou're the one that I want 

Ég heyrði Brendu Lee flytja þetta lag í Morgunþætti Arnþrúðar Karlsdóttur í morgun. Þekktasta útgáfan er þó sennilega flutningur Jóns Travolta og Ólívíu Newton-John í kvikmyndinni Grease frá 1978. Smáskífa með flutningi þeirra kom út það ágæta sumar og sat í efsta sæti breska vinsældalistans í heilar níu vikur og er sjötta mest selda smáskífa allra tíma, þar í landi. Lagið sat einnig eina viku í efsta sæti ameríska Billboard listans.

Nokkuð margir hafa spreytt sig á þessum gleðismelli, meira að segja menn eins og Dr.Dre og Snoop Dogg notuðu það sem hluta af remixi.  

Bresku grínileikararnir Arthur Mullard og Hylda Baker sem bæði voru á sjötugsaldri gáfu út sína útgáfu árið 1978, sem gekk ágætlega í sölu þangað til gamla fólkið klúðraði algerlega flutningi lagsins í þættinum Top of The Pops.

Árið 1993 kom lagið út á smáskífu með Deboruh Gibson og Craig MacLachlan sem léku í uppfærslu Grease á sviði í Lundúnum. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum The Beautiful South gerði óvenjulega útgáfu af laginu sem er á plötunni Goldiggas, Headnodders and Pholk songs og mun sú útgáfa fljótlega heyrast á Útvarpi Sögu.

Breska hljómsveitin McFly gaf lagið út ásamt safni annarra tökulaga árið 2007, en ég held að áhugaverðasta útgáfan sé þó sú frá Tenacius D ásamt Andy Serkis sem lék Gollum í Hringadróttins-þríleiknum og sögur herma að muni leika Kolbein Kaftein í Tinnamyndum þeirra Peters Jackson og Stevens Spielberg.

En hér kemur ljóðið:

I got chills, they're multiplyin', and I'm losin' control
Cause the power you're supplyin', it's electrifyin'

You better shape up, cause I need a man,
and my heart is set on you
You better shape up, you better understand,
to my heart I must be true
Nothing left, nothing left for me to do

Chorus:
You're the one that I want
(you are the one I want), ooh ooh ooh, honey
The one that I want (you are the one I want),
ooh ooh ooh, honey
The one that I want (you are the one I want),
ooh ooh ooh, honey
The one I need (the one I need),
oh yes indeed (yes indeed)

If you're filled with affection,
You're too shy to convey
Meditate my direction, feel your way

I better shape up,
cause you need a man
I need a man,
Who can keep me satisfied
I better shape up, if I'm gonna prove
You better prove, that my fate is justified
Are you sure?
Yes I'm sure down deep inside


Það er hrikalegt að Fitna

Hérna er myndin, og getur þá hver dæmt fyrir sig:

http://www.liveleak.com/view?i=7d9_1206624103


mbl.is Hollensk yfirvöld harma birtingu „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af þessum andlitum

widmarkRichard Widmark var einn af þessum leikurum sem setti sterkt mark þær myndir sem maður sá hann í. Ég held hann hafi aldrei verið kvikmyndastjarna í þess orðs fyllstu merkingu en hann var nokkuð góður leikari. Kannski bara mjög góður leikari.

Richard Widmark fæddist á jólum árið 1914, árið sem fyrri heimstyrjöldin hófst. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og veröldin breyst mikið. Hann hóf feril sinn í útvarpi árið 1938, árið áður en seinni heimstyrjöldin hófst, þar sem hann þurfti ekki að gegna herþjónustu af heilsufarsástæðum.  Fyrsta kvikmyndahlutverk Widmarks var í Kiss of Death frá 1947 þar sem hann lék illyrmislegan glæpamann og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið og verðlaun sem besti nýliðinn á Golden Globe verðlaununum.

Richard Widmark kvæntist fyrri konu sinni árið 1942 og þau voru afar óvenjuleg leikarahjón því þau áttu saman tæp 55 ár, þar til hún lést árið 1997. Síðari eiginkona Widmarks lifir mann sinn, en þau gengu í hjónaband árið 1999.

Síðasta kvikmynd Richard Widmarks var True Colours frá 1991 þar sem hann lék á móti John Cusack og James Spader. Meðal þekktustu mynda sem hann lék í á síðari hluta ferilsins voru Against all odds frá 1984, gamanmyndin Hanky Panky frá 1982 og Coma frá 1978.

Það má búast við að 93 ára hafi Richard Widmark kvatt þennan heim saddur lífdaga, og við sem höfum notið hans á hvíta tjaldinu og á sjónvarpsskjánum þökkum honum samfylgdina.

 


mbl.is Richard Widmark látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur kannski ekki á óvart

Það er orðið svo mikið af kvikmyndahátíðum út um allt sem eru jafnvel áhugverðari og nær fólki en þessi Óskarsverðlaunahátíð, þeir sem sitja heima í stofu eru búnir að sjá þetta allt 32 sinnum áður með mismunandi leikurum. Svo hefur verkfall handritshöfunda örugglega sett strik í reikninginn, því menn gerðu því allt eins skóna að engin hátíð yrði haldin þetta árið. Af þeim sökum var fólk og fjölmiðlar ekki eins mikið að velta fyrir sér vali Kvikmyndaakademíunnar. En niðurstaða liggur fyrir, en það eru breyttir tímar. Áður voru myndir sem unnu til verðlauna á þessarri hátíð auglýstar í hástert sem Óskarsverðlaunamyndir, en það virðist skipta minna máli nú um stundir.

Kannski er það bara ég sem er orðinn gamall. En kannski ekki.

Vonandi verður meira stuð í kringum Óskarinn að ári, Eyjólfur þarf að hressast!


mbl.is Áhorf á Óskarsverðlaun í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband