Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Það sem ekki má gerast!

cannibalFimm mannætur fengu vinnu í verðbréfafyrirtæki. Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann “Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar. Hér getið þið haft góð laun og fengið að borða í matsalnum. Þess vegna langar mig að biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði.” Mannæturnar lofuðu öllu fögru.
Fjórum vikum seinna kom forstjórinn og sagði “Þið eruð allir mjög duglegir við vinnu ykkar og ég er mjög ánægður með hvernig þið hafið leyst ykkar verk af hendi. Það eina er að einn af húsvörðunum er horfinn. Vitið þið nokkuð um það?”

Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann.
Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna “Jæja, hver ykkar át húsvörðinn?” Einn hinna rétti hikandi upp höndina. Foringinn sagði við hann “Helvítis asni geturðu verið. Í fjórar vikur erum við búnir að éta hópstjóra, verkstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu og þá! Þarft þú að fara að éta húsvörð !!!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Fréttaskýring: WaMu gleyptur í stærsta bankaþroti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að gæta sín

svin-dlariÉg hef ekki tölu á þeim gylliboðum sem mér og mínum hafa borist í tölvupósti, sum eru meira að segja þannig að það væri næstum hægt að láta glepjast. Það hefur sem betur fer ekki gerst ennþá, en alltaf skal maður gæta sín, því svindlararnir verða æ útsmognari með hverju árinu sem líður.

Einfalt ráð er bara að stökkva ekki á neitt! En það getur samt verið gaman að snúa á svindlarann eins og þeir Tvíhöfðabræður sneru á Nígeríusvindlara einn. Sá fékk að finna fyrir því! Þeir bjuggu til sýndarveruleika þar sem persónurnar hétu Woody Allen og fleiri þekktum nöfnum og Nígeríumaðurinn kveikti ekki á neinu heldur talaði hástöfum um þetta fólk á óborganlegan hátt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svindl á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljón dollara spurningin:

Why is the man who invests all your money called a broker?


 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Mikil hækkun í evrópskum kauphöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir skipstjórar myndu kalla þetta strand

strandadur 

Ég held að gamlir sjóhundar myndu segja að DeCode væru ekki lengur í ölduróti heldur strandað, og það kannski fyrir löngu. Það er búið að róa einhvers konar lífróður óratíma og búið að ausa dallinn endalaust en allt kemur fyrir ekki. Skútan er strand, og næsta verkefni verður sennilega að koma áhöfninni frá borði í snarhasti. Sérstaklega skipstjóranum.

Eigendurnir, hluthafar útgerðarinnar, bera svo skaðann af strandinu, því að líkum var þessi skekta ekki nægilega vel tryggð. Björgunarlaunin verða svo færð skippernum og hluta áhafnarinnar svo hún geti hróflað saman nýjum báti til að selja hlut í.

Þá hefst ný og æsileg sjóferð.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gengi deCode í ölduróti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég sem keypti fyrir milljarð í gær eftir að gengið lagaðist aðeins

 tap

Smá klúður. Gengur betur næst. Eða þá að ég finn einhvern til að kaupa af mér á ímynduðu yfirverði. Segi bara að það muni ganga rosalega vel á fyrsta ársfjórðungi 2009 og von sé um gríðarlega aukningu eigin fjár á öðrum.  Svo gæti ég bætt við: Reksturinn einkennist af áframhaldandi vexti í tekjum svo og yfirtöku á erlendum félögum og samþættingu á rekstri þeirra. Það kallar aftur á móti á töluverðan kostnað m.a. vegna uppsagna starfsmanna erlendis og fleiri þátta sem munu samt sem áður til lengri tíma skila félaginu betri afkomu.

Hlýtur að virka!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Eimskip lækkar um 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg þessu ótengt...

Naustid 

...en þó ekki. Hefur fólk ekki séð skrímslið sem búið er að reisa að baki Naustins? Hreinasti viðbjóður!Ég skil ekki af mínu litla viti, hvernig svona stórslys geta átt sér stað æ ofan í æ í höfuðborginni okkar. Meðferðin á Nausthúsinu og reyndar fleiri húsum er líka sorglegt dæmi.

naustid2 

Og ..meðferðin á starfsfólkinu er auðvitað líka afskaplega dapurleg. Það var eitthvað verið að fjalla um þennan stað fyrir einhverjum mánuðum eða kannski ári, þegar starfsmaður eða -menn komu fram og kvörtuðu undan illri fjárhagslegri meðferð á sér. Hefði það ekki átt að klingja einhverjum bjöllum, og kalla á ríkara eftirlit með þessum stað? Nei, það virðist ekki vera, öll launatengd gjöld skiluðu sér og því sváfu yfirvöld á verðinum.

Er ekki kominn tími til að við verndum raunveruleg verðmæti, og hættum að eltast við vindinn?

Hér er slóð á grein um Naustið, eftir Ingimund Kjarval: http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t26487.html

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kínverjarnir farnir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbyggður strikamerkjalesari

strikamerkjalesariÉg fór í Krónuna í Seljahverfi í gærkvöldi sem ekki er í frásögur færandi, nema að mér finnst alveg einmuna illa verðmerkt í þeirr verslun. Eiginlega næstum ekki neitt. En ég held að það sé til lausn á því skemmtilega vandamáli. Við fáum Kára Stefáns til að hanna sérstakan innbyggðan strikamerkjalesara sem græddur verður í hvern Íslending. Til að byrja með þá sem komnir eru til vits og ára, en smám saman verði þetta gert strax eftir fæðingu.

Þetta er auðvitað líka snilld vegna þess að helsta áhugamál íslenzku þjóðarinnar er að skoða í búðum. Bæði á Íslandi og annars staðar í veröldinni. Kári, byrja!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerry Katona

kerrykatona

Hér er mynd af Kerry Katona þar sem hún ullar á skattayfirvöld. Mér finnst pínulítið undarlegt að birta ekki mynd af andliti verzlunarkeðju í frétt um téð andlit. Hér hefur verið bætt úr því. Lifið heil.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Andlit Iceland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga fyrir salti í grautinn

Það er ábygglega fínt að hafa um tvær milljónir fyrir utan skatta hvern einasta dag ársins. Hér er listi yfir 10 tekjuhæstu bankamenn landsins.

Hafa skal í huga að tekjur þessara manna eru ekki eingöngu launagreiðslur heldur einnig skattskyldur hagnaður af kaupréttum sem þeir hafa fengið hjá sínum bönkum.

1. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings 741,6 milljónir
2. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis 516 milljónir
3. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss 373,2 milljónir
4. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 354 milljónir
5. Lárus Welding, forstjóri Glitnis 318 milljónir
6. Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis á Íslandi 296,4 milljónir
7. Baldvin Valtýsson, Landsbanknum í London
8. Guðmundur Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Property Group í Danmörku 268,8 milljónir
9. Jón Kristinn Oddleifsson, Landsbankanum 258 milljónir
10. Tómas Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 256,8 milljónir

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.



mbl.is Með 62 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hækkar og hækkar

Brugðið 

Nema launin. Er nema von að fólk sé kvíðið og skelfingu lostið yfir veröldinni. Meðfylgjandi mynd tók ég af vinnufélaga mínum þegar hann opnaði umslag sem innihélt nýjasta Vísareikninginn hans. Í þessu tilfelli er góð vísa alltof oft kveðin.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Evrópskar væntingar í sjö ára lægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband