Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Talið niður í Eurovision

Í gær hófst á Útvarpi Sögu niðurtalningin fyrir Eurovision söngvakeppnina í maí. Við Sverrir Júlíusson fengum góða gesti í hljóðver sem fóru hreinlega á kostum.

Helga Möller og Valgeir Guðjónsson voru gestadómarar í þættinum í gær. Þeim leið fremur illa framan af því þeim þótti hvorki lagasmíðar né flutningur þeirra mjög heillandi, svo vægt sé til orða tekið. Það var samt glatt á hjalla og stutt í hláturinn, enda bráðskemmtilegt fólk á ferð. Niðurstaðan varð þó sú að Helga gat ekki séð nema 9 lög áfram en Valgeir var öllu jákvæðari og 12 lög hlutu náð fyrir augum hans. Hann sagði þó að honum yrði ekki skotaskuld úr því að skera listann verulega niður. Enda verða það ekki nema 10 lög sem komast áfram af hvoru undanúrslitakvöldi, þannig að þau eru á réttu róli svona að meðaltali. Niðurstaða þeirra skötuhjúa er þessi:

Helga valdi:

San Marino með lagið Complice

Noreg með lagið Hold on be strong

Írland með lagið Irlande douze points

Andorra með lagið Casanova

Armenía með lagið Quele Quele

Holland með lagið Your heart belongs to me

Rúmenía með lagið On the edge of the world

Rússland með lagið Believe

Grikkland með lagið Secret Combination

Og Valgeir valdi:

San Marino með lagið Complice

Belgía með lagið O Julissi

Slovenia með lagið Vrag naj vzame

Noregur með lagið Hold on be strong

Írland með lagið Irlande douze points

Andorra með lagið Casanova

Armenia með lagið Qele Qele

Holland með lagið Your heart belongs to me

Finnland með lagið Missa miehet ratsastaa

Rúmenía með lagið On the edge of the world

Rússland með lagið Believe

Grikkland með lagið Secret Combination

Helga og Valgeir voru sammála um að gríska lagið væri það besta á fyrra undanúrslitakvöldinu. Við hvetjum hlustendur til að fylgjast með okkur næsta þriðjudag þegar lögin á seinna úrslitakvöldinu lenda undir smásjánni. Þar á meðal íslenzka framlagið This is my life

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Örlögin

 

George Bush fékk hjartaáfall og dó.  Hann fór beinustu leið til helvítis, þar sem kölski sjálfur tók á móti honum og sagði: “Ég er í svolitlum vandræðum, þú ert á listanum mínum en mig bráðvantar pláss svo ég er með hugmynd.  Það eru hérna þrjár manneskjur, sem voru ekki alveg jafn vondar og þú, ég sleppi einni af þeim lausri í staðinn fyrir þig og þú færð meira að segja að velja hver það verður”.George fannst þetta góð hugmynd og kölski opnaði dyrnar á fyrsta herberginu.  Þar inni var Richard Nixon í stórri laug fullri af vatni sem hann kastaði sér ofan í aftur og aftur en kom alltaf tómhentur upp aftur.“Ekki séns!” Gargaði Goggi “Ég er ekki góður sundmaður og ég held ég gæti ekki gert þetta allan daginn”.  Kölski leiddi hann þá að næsta herbergi en þar inni var Tony Blair með sleggju í hönd og var að höggva grjót.“Nei, ég þjáist af meini í öxl og myndi vera með stöðugar kvalir ef ég ætti að höggva grjót daginn út og inn”.Þá opnaði kölski þriðju og síðustu dyrnar.  Þar inni lá Bill Clinton á gólfinu og ofan á honum var Monica Lewinsky að gera það sem hún gerir best.Gerge Bush leit á kölska í forundran og sagði: “Já, ég ætti að ráða við þetta”.Kölski brosti og sagði: “Monica, þú mátt fara”.

Vona að ég verði ekki bannaður fyrir myndbirtinguna


mbl.is SÞ ræðir mál Rússa og Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta ógn heimsbyggðarinnar

 

Sérfræðingar halda því fram að mesta ógnin sem stafar að heimsbyggðinni á næstu árum sé hópur öfgasinnaðra Bristolbúa sem ætla sér með öllum ráðum að breyta veröldinni allri í eina stóra Bristol.

Fólk er beðið að hafa vara á sér og láta yfirvöld og lögreglu vita ef það kemst á snoðir um dularfullar mannaferðir sem gætu verið Bristolbúar í leit að heimsyfirráðum.


mbl.is Sprengingar í Bristol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bótalaust golf

Fjórir eldri menn voru búnir að heyra veðurspána fyrir

aðfangadag því þeir voru vanir að spila golf einu sinni í

viku og þessi dagur var fullkominn fyrir það að fara spila

golf. Þeir ákváðu allir að slá til, en vissu það jafnframt

að eiginkonur þeirra yrðu mjög ósáttar og þeir yrðu að finna

lausn á því.

Svo kom aðfangadagsmorgun og allir félagarnir saman komnir.

"Það er nú meira sem ég þurfti að gera til að fá að koma

strákar," segir einn vinurinn og segir strákunum frá því að

hann hafi þurft að gefa konunni sinni stóran demantshring og

hún hafi verið svo ánægð að hún hafi ekkert sagt við hann

þegar hann fór í morgun, en hringurinn hafi kostað 200.000

krónur.

Annar þeirra sagðist hafa þurft að kaupa utanlandsferð með

skemmtiferðaskipi og konan hans hafi verið svo upptekin í

morgun að skoða hvað sé í boði og hvað þau ætla að gera að

hún hafi ekkert sagt þegar hann fór í morgun.

Sá þriðji sagði að þetta hafi líka verið erfitt og hann

hafi keypt bíl handa konunni sinni!

Sá fjórði var hissa á öllum félögum sínum hvað þeir þurftu

að eyða í konurnar sínar til að komast að spila golf.

"Ég vaknaði nú bara í morgun, ýtti við konunni og sagði að

þetta væri morgun til að spila golf eða stunda vilt

kynlíf!. Konan sagði mér bara að taka hlýja peysu með og

fór aftur að sofa!


mbl.is Sýknaður af bótakröfu vegna misheppnaðs golfhöggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já. Allt í lagi. Ok hann gæti alveg unnið. Já. Ítrekað.
mbl.is Clinton segir að Obama geti orðið forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitfirringur - eða þegar ég lenti í löggunni

LadaLögreglan stöðvaði mig einu sinni í reglulegu eftirliti og af einhverjum ástæðum skoðuðu verðir laganna bæði mig og bílinn mjög vel. Eftir að skoðunnni lauk og ég stóð skömmustulegur fyrir framan þá sagði annar lögreglumannanna:

- Ég sé að hraðamælirinn er bilaður í skrjóðnum. Af hverju læturðu ekki gera við hann?

- Það er óþarfi. Ég veit alveg hvað ég ek hratt!

- Nú hvernig þá? Spurði þá lögreglumaðurinn og var greinilega ekki skemmt.

- Jú sjáðu, þegar ég keyri á fjörtíu þá skröltir í stuðaranum, á sextíu fara rúðurnar að skrölta og þegar ég ek á áttatíu þá skrölti ég.


mbl.is Tekinn á 150 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansinn dunar

0filarNú er bara að senda "landsliðið" í dansþjálfun þannig að þau geti gert það sama fyrir atriðið og brottreknu dansararnir hefðu gert. Það verður nú ekki mikið mál að draga fram þokkafullar danshreyfingar hjá Heru Björk og Grétari Örvars. Guðrún Gunnars er náttúrulega dansfíkill og Jesú getur allt.

Málinu reddað.


mbl.is Landslið bakradda fylgir Eurobandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst við erum öll svona vond

Af hverju fara þeir þá ekki bara heim til sín og reyna að gera lífskjör þar eins góð og þeir vilja að þau séu? Og láta vondu vesturlandabúana í friði. Mér er spurn.
mbl.is Sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hrikalegt að Fitna

Hérna er myndin, og getur þá hver dæmt fyrir sig:

http://www.liveleak.com/view?i=7d9_1206624103


mbl.is Hollensk yfirvöld harma birtingu „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálin hans Jóns míns

Einu sinni bjuggu saman karl og kerling; var karlinn heldur ódæll og illa þokkaður og þar að auki latur og ónýtur á heimili sínu; líkaði kerlingu hans það mjög illa, og ámælti hún honum oftlega og kvað hann eigi duga til annars en sóa því út, er hún drægi að, því sjálf var hún síúðrandi og hafði alla króka í frammi til þess að afla þess, er þurfti, og kunni jafnan að koma ár sinni fyrir borð við hvern, sem um var að eiga. En þótt þeim kæmi eigi vel saman í sumu, unni þó kerling karli sínum mikið og lét hann ekkert skorta. Fór nú svo fram lengi.

En eitt sinn tók karl sótt og var þungt haldinn. Kerling vakti yfir honum; og er draga tók af karli, kemur henni til hugar, að eigi muni hann svo vel búinn undir dauða sinn, að eigi sé vafamál, hvort hann nái inngöngu í himnaríki. Hún hugsar því með sér, að það sé ráðlegast hún reyni sjálf að koma sál bónda síns á framfæri. Hún tók þá skjóðu og hélt henni fyrir vitin á karli, og er hann gefur upp öndina, fer hún í skjóðuna, en kerling bindur þegar fyrir. Síðan fer hún til himna og hefur skjóðuna í svuntu sinni, kemur að hliðum himnaríkis og drepur á dyr. Þá kom Sankti Pétur út og spyr, hvað erindi hennar sé. "Sælir nú," segir kerling, "ég kom hingað með sálina hans Jóns míns; þér hafið líklega heyrt hans getið, ætla ég nú að biðja yður að koma honum hérna inn." "Jájá," segir Pétur; "en því er verr, að það get ég ekki; reyndar hef ég heyrt getið um hann Jón þinn, en aldrei að góðu." Þá mælti kerling: "Það hélt ég ekki, Sankti Pétur, að þú værir svona harðbrjóstaður, og búinn ertu nú að gleyma, hvernig fór fyrir þér forðum, þegar þú afneitaðir meistara þínum." Pétur fór við það inn og læsti; en kerling stóð stynjandi úti fyrir.

En er lítil stund er liðin, drepur hún aftur á dyrnar, og þá kemur Sankti Páll út. Hún heilsar honum og spyr hann að heiti; en hann segir til sín. Hún biður hann þá fyrir sálina hans Jóns síns; en hann kvaðst eigi vilja vita af henni að segja og kvað Jón hennar engrar náðar verðan. Þá reiddist kerling og mælti: "Þér má það, Páll; ég vænti þú hafir verið verðari fyrir náðina, þegar þú forðum varst að ofsækja guð og góða menn. Ég held það sé best, að ég hætti að biðja þig." Páll læsir nú sem skjótast.

En er kerling ber í þriðja sinn að dyrum, kemur María mey út. "Sælar verið þér, heillin góð," segir kerling, "ég vona þér lofið honum Jóni mínum inn, þótt hann Pétur og hann Páll vilji eigi lofa það." "Því er miður, góðin mín," segir María, "ég þori það ekki, af því hann var þvílíkt ótæti, hann Jón þinn." "Og ég skal ekki lá þér það," segir kerling, "ég hélt samt þú vissir það, að aðrir gæti verið breyskir, eins og þú; eða manstu það nú ekki, að þú áttir eitt barnið og gast ekki feðrað það?" María vildi ekki heyra meira, heldur læsti sem skjótast.

Í fjórða sinn knýr kerling á dyrnar. Þá kom út Kristur sjálfur og spyr, hvað hún sé að fara. Hún mælti þá auðmjúk: "Ég ætlaði að biðja þig, lausnari minn góður, að lofa vesalings sálinni þeirri arna inn fyrir dyrnar." Kristur svaraði: "Það er hann Jón, - nei, kona; hann trúði ekki á mig." Í sama bili er hann að láta hurðina aftur, en kerla var þá eigi sein á sér, heldur snaraði hún skjóðunni með sálinni í inn hjá honum, svo hún fauk langt inn í himnaríkishöll, en hurðin skall í lás. Létti þá steini af hjarta kerlingar, er Jón var eigi að síður kominn í himnaríki, og fór hún við það glöð heim aftur, og kunnum vér eigi meira frá henni að segja né heldur, hvernig sál Jóns reiddi af eftir það.

En við vitum allt um það:

http://www.youtube.com/watch?v=wPOhyAEN0J8


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband